Mæli með laginu In league með hljómsveitinni Bile - ef þetta lag kemur ekki blóðinu í gang þá gerir ekkert það. Ég held að þetta gæti vakið mig upp frá dauðum.
Annars er ég búinn að vera með múrarann góða í 2 daga núna - hann er að flísaleggja á fullu og það styttist í lokin á þessu - vonandi að það náist fyrir desember. Að minnsta kosti verður hægt að taka jólabaðið.
Er með aðra löppina inn á baði að hjálpa og hina á ferð og flugi um bæinn - er að koma mér í gang fyrir jólahlaðborðið.
Annars fór ég í bíó í gær - sá Mystic River, þessi mynd er algert skyn konfekt eins og listaspírurnar myndu segja. Ég mæli eindregið með þessari myndi, frábær leikur, frábær saga og handrit og hvernig tónlistin fullkomnar myndina með því að vera ekki að þvælast fyrir. Hér erum við að tala um óskarsverðlaunamynd - amk útnefningar. Tim Robbins, Marcia Gay Harden og Sean Penn eru frábær í þessari mynd.
Ekki missa af þessari mynd - ég gef henni toppeinkunn.
Ég á rakarstofuna í morgun - hitti þar Mikka (gamall skólafélagi) og var hann að segja mér frá reunioni sem var í Víðistaðaskóla síðustu helgi. Skemmtilegar lýsingar, hvernig sumir gengu um eins og þeir væru orðnir fertugir, sumir orðnir vel pattaðir og aðrir skemmtilega ungir í anda.
Mér varð hugsað til þess að ég myndi vilja hitta fólkið sem var með mér í skóla - allar ástæður verða nú ekki taldar upp hér, en þeir sem þekkja mig gruna ábyggilega eitthvað.
Á eftir ætla ég að horfa á fótbolta, sötra einn bjór, hitta Jóa á leiðinni á staðinn og láta hann fá tónlistardisk sem ég var búinn að lofa fyrir löngu og einnig ætla ég að kaupa 3 miða á Sub Dub Micromachine en undirritaður er mjög spenntur fyrir þeim tónleikum og jafnvel spenntari fyrir þeim en Muse - en maður á nú eftir að koma sér í Muse stellingar og hlusta á Stockhol Syndrome þar til blæðir úr eyrunum.
Í lokin ætla ég að koma einni stuttri sögu að - sagan gerist í einu starfsmannapartýinu mínu þegar ég var slátturkonungur Hafnarfjarðar, ég var orðinn vel ölvaður, lögreglan var búin að koma 3 sinnum og vissi ég ekki af því þar sem alltaf einhver annar svaraði - það var fullt hús af liði, ég var úti á plani að spila körfubolta og var orðinn svo drukkinn að ég gat ekki einu sinni dribblað, í hvert sinn sem ég ætlaði að hlaupa af stað með boltann þá fór líkaminn af stað en boltinn varð eftir skoppandi á götunni - no need to elaborate on that, en ég tapaði þeim leik. En enn jókst vitleysan, allt í einu kom bíll upp að og spurði hvort ég ætlaði að koma í bæinn - ég var á ullarsokkum og einni peysu klæða (að sjálfsögðu í buxum) og þar sem ég fór nú ekki alltaf troðnar slóðir hugsaði ég með mér að þetta gæti verið góður djókur að skella sér í bæinn á sokkaleistunum - nú ég skellti mér upp í bíl og hélt af stað, þegar við vorum kominn upp að kirkjugarði (bjó þá á Túnhvammi) þá runnu á mig 2 grímur og ég kallaði, stopp!! Henti mér út úr bílnum og sagðist ekki ætla í bæinn, rölti svo á sokkunum í partýið og hélt áfram að skemmta mér.
Já tilgangur sögunnar er sá að sama hversu drukkinn maður verður - þá verður að vera smá vit sem heldur aftur af manni.
En partýið var gott og sem betur fer voru foreldrar úti í löndum :)