fimmtudagur, nóvember 27, 2003
|
Skrifa ummæli
Já þetta ætlar að ganga brösulega með fimmtudagsklúbbinn. Þar sem aðeins 2 úr klúbbnum (Á og H) ákváðu þeir í sameiningur að færa fimmtudagsdagskránna yfir á föstudaginn og kíla á Angusinn á Grandaranum.

Annars er ég bara enn bíllaus og hjóla um allt (eða næstum allt) og kemur sér nú vel að vera á negldum.

Nenni ekki að skrifa neitt meir þar sem ég er alveg að detta í sundur úr hungri, ætli ég brasi ekki bara nokkrar pylsur á pönnu og hræri nokkrum kartöflum og eggjum með og strái svo einhverjum heilsukryddum yfir, maður verður jú að hugsa um heilsuna. Spurning hvort maður sjóði jafnvel svona 30-40 hrísgrjón og skelli smá karrí út í þau. Svo er líka alltaf hægt að rölta bara á Vitabarinn og fá sér steik og bjór fyrir 1500 kall (frétti ég, spurning um að kanna hvort það sé rétt), ekki slæmur díll það.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar