þriðjudagur, nóvember 18, 2003
|
Skrifa ummæli
Jæja, þá er að taka helgina aðeins í gegn.

Á laugardeginum var farið í köfun og var þetta 3. af 5. Hún gekk bara ágætlega og bætti ég persónulegt dýptarmet, eða 15 m. En alls vorum við í 29 mínútur í kafi. Eftir nokkrar nauðsynlegar æfingar og skemmtiköfun um svæðið (Óttarstaði, sami staður og fyrsta köfunin) var bara ein æfing eftir og það var að taka af sér vestið með kútnum á og allt og fara svo í það aftur. Ég átti bara í mesta basli við þetta, enda ekki gert þetta áður. Eftir töluvert basl ákváðum við bara að geyma þetta þar til næst, enda var vestið eitthvað orðið eitthvað skrítið eftir barsmíðarnar. Nú á ég því bara eftir eina köfun með einhverjum æfingum, en 5 köfunin er bara skemmtun án nokkurra æfinga.
Restin af deginum fór svo bara í tiltekt á heimilinu, uppvask og þvottavélastúss.

Strætó
ég verð að koma kagganum í lag

Á Sunnudeginum ætlaði ég að vesenast aðeins í bílnum. Ég rölti því niður á Hlemm og beið eftir strætó. Um 5 mínútum síðar kom vagninn og ég hoppaði uppí. Í Kópavogi var stoppað upp á brúnni eins og venjulega. Eftir ca 5 mínútur var manni farið að finnast þetta vera óvenjulega langt stopp, en við biðum nú samt aðeins lengur. Eftir 10 mínútur í viðbót kom svo loksins annar vagn og var öllum sagt að fara í hinn vagninn. Hinn vagninn var nú mun óþægilegri, með harðari sætum og subbulegri að innan, greinilega notaður sem næturvagn.
Nú var bara haldið áfram og næsta stopp í Garðabæ. Ein ung og sæt stelpa trítlaði fram í vagninn og bað vagnstjórann um að hleypa sér út á næstu ljósum og þar sem að vagnstjórinn var karlmaður á fimmtugs aldri gat hann ekki sagt nei við þessari bón. Þegar stelpan var svo á leiðinni út, skiptu umferðaljósin yfir í rautt. Vagnstjórinn hikaði fyrst aðeins með að fara yfir og svo þegar komið var grænt á hin ljósin, þá gaf hann bara í og lullaði vagninum yfir á rauðu ljósi. Bíll sem ætlaði að fara yfir á sínu græna varð bara gjörosovel að hafa sig hægan.
Næsta stopp var í Hafnarfirði. Þegar vagninn var rétt búinn að beygja inn í norðurbæinn kemur hann að gönguljósum og voru nokkrir krakkar að fara þar yfir götuna. Stoppustöðin var hins vegar hinumegin við gönguljósin. Vagninn var orðinn allt of seinn og því var ekkert tími til að bíða eftir því að krakkarnir kæmu sér yfir götuna. Um leið og þau voru komin yfir okkar megin þá hélt hann bara áfram og stoppaði á stoppustöðinni. Þar með var búið að fara yfir á tveimur rauðum ljósum í þessari ferð og það bara nokkuð gróflega.
Á endastöðinni þurfti ég svo að sjálfsögðu að skipta um vagn, en þar biðu 2 vagnar óþreigjufullir eftir því að komast af stað. Ég var sá eini sem skipti um vagn. Eftir góðan útsýnistúr um Hafnarfjörð fór vagninn loksins upp á holt.
Þrátt fyrir að hafa farið yfir á 2 rauðum ljósum á leiðinni þá tók það mig rétt um 90 mínútur að komast heiman frá mér og til foreldra minna (enda var stoppið í Kópavogi óvenjulangt).
Svo eru sumir hissa á að almenningur ferðist svona lítið með strætó.

Í gær var tennis, man ekkert hvernig þetta fór, en Hlynur kom á óvart og greinilega efnilegur tennisleikari.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar