mánudagur, nóvember 10, 2003
|
Skrifa ummæli
Þá er viðburðaríkri helgi lokið. Á laugardeginum var farið í köfun á Þingvöllum. Stefnan var að taka tvær kafanir á þessum degi. Allt var í fína lagi til að byrja með, en svo komst ég að því (eins og í fyrri köfun) að það lak með hálsmálinu, en ég er greinilega með frekar mjóan háls. Svo ég varð fljótlega blautur frá toppi til táar og við vorum bara rétt að byrja. Ég komst semsagt að því að Þingvallavatn er mjög kalt. Eftir að hafa gert nokkrar æfingar þarna niðri var mér farið að verða mjög kalt. Tilfinningin í puttunum var orðin svolítið slappari og ég var kominn með óstöðvandi hroll, enda var ekki mikil hreyfing á okkur, heldur vorum við mest megnis bara á sama stað á botninum, á 3 m dýpi til að byrja með, en færðum okkur svo í lokin á 6 m dýpi. Eftir 24 mínútur komum við upp á yfirborðið og þá kom nú í ljós að það var nú ekki bara mér sem var kallt, heldur var í raun öllum kalt. Við syntum því næst bara í land svo var ekkert annað að gera en að drífa sig úr blautum gallanum og koma sér í eitthvað þurrt. Þetta varð því eina köfunin og haldið var heim á leið, með viðkomu á snælands vídeó í Mosó og þar fékk ég mér 2 kaffibolla og pylsu og var það kærkomið, enda enn með hroll.
En þegar á heildina er litið þá var þetta alveg frábært. Veðrið var alveg frábært og nú veit maður hversu kalt það er að vera blautur í Þingvallavatni.

Sunnudagurinn fór í bílaviðgerðir. Ég skutlaðist heim til mömmu og pabba og kom bílnum fyrir í bílskúrnum. Planið var að skipta um púströr og dempara. Eftir frekar mikið basl við að ná gamla púströrinu í burtu gekk nú ágætlega að koma því nýja undir. Þegar ég var búinn að tjakka bílinn vel upp tókum við (ég og pabbi) eftir því að það lak á 2 stöðum undan bílnum. Fyrst hélt ég nú að annað væri bara sápa, en ég notaði slatta af sápu til að ná gamla púströrinu undan bílnum, en svo reyndist það nú ekki vera, heldur var þetta bremsuvökvi. Hinn lekinn virtist vera úr bensíntanknum, en svo reyndist það sem betur fer bara vera vatn. Þegar ég svo keyrði bílinn út úr bílskúrnum þá var bíllinn ekkert á því að bremsa og var honum því bara komið fyrir aftur inn í skúr, þar sem hann stendur enn.
Mig vantar því nú eitt stykki bremsurör hægra megin. Svoleiðis er því miður ófáanlegt og þarf ég því að láta smíða svoleiðis, en ég ætla nú samt að tékka aðeins betur á partasölum.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar