mánudagur, nóvember 03, 2003
|
Skrifa ummæli
Jæja ein lítil skírnarsaga:

Vaknaði upp úr 9 á sunnudeginum til að dröslast niður í sundlaug þ.a. ég kæmi nú hreinn og fínn í skírnina til Pálma, en messan átti að byrja 11.00.
Nú ég fékk far Oddgeiri og gekk sú ferð áfallalaust og við vorum mættir 5 mínútum í og ég náði meira að segja að torga niður einum kaffibolla áður en haldið var inn í messuna.
Þegar ég kem inn þá sé ég bara Jóa - fyrsta sem ég hugsaði var að nú hefði Hjölli gleymt sér og kæmi á harðahlaupum rétt um 11, en nei nei svo var nú ekki, hann var á leiðinni í köfun aðra helgina í röð (sem reyndist líka vera önnur helgin í röð þar sem hann fór ekki í köfun - í þetta sinn sagði hann að ástæðan væri bræla - eitthvað kafara jargon). Nú messan byrjar og undirritaður lítur á messublaðið og sér að hann er lentur í lengstu messu í heimi. Nú messan byrjar og fer vel af stað (hratt og örugglega niður listann) - kemur svo að skírninni sem var hin fallegasta og gaman að sjá forvitni hinna dætranna þegar Sölku Þöll var "dýft" í vatnið. Ekki heyrðist múkk í henni og var hún hin stilltasta. Nú undirritaður hugsaði með sér að nú væri fínt ef messan væri bara búin - búinn að sjá það sem hann kom til að sjá. En nei nei, við vorum rétt að byrja, það voru tendruð kerti, það var berging og ræður. Já það var meira að segja ræða frá meðhjálpara sem brings me to that, nú síðasta þegar við strákarnir fórum í skírn hjá PP þá gifti hann sig í leiðinni þ.a. við vorum við öllum búnir og biðum eftir sprengjunni frá honum.
Ekkert gerist, messan líður og líður (hægt þó) og í lokin stendur meðhjálparinn upp og heldur ræðu um að hann sé að hætta eftir 10 ára vinnu í því starfi osfrv. Nú að sjálfsögðu héldum við að PP ætlaði að standa upp og segja frá því að hann væri nýji meðhjálpari hóla og fellakirkju - ekki gerðist það þó (en við fréttum seinna að tengdó tók við því starfi).

Nú eftir ca. 1 klst. og 20 mín var messan búin og við spurðir hvort við ætluðum ekki að mæta í hádegismat - ég sagðist nú halda það, væri svangur og vildi nú aðeins hitta á stolta foreldrana.
Við mættum þar fyrstir (alltaf erum við nú tímanlega á hlutunum) - meira að segja var enginn host mættur þ.a. það voru bara læstar dyr, en það reddaðist þegar Jói smeygði sér inn um gluggann og opnaði fyrir gestum. Ég og Oddgeir pössuðum nefnilega ekki inn um gluggann þ.a. Jóhann reddaði þessu.

Nú inni fengum við kjúklingasúpu (án tindavodkans í þetta sinn) og var hún mjög góð og voru reyndar allar veitingar af háum gæðaflokki, það háum að við átum á okkur gat og sögðum nei takk við skírnarkökunni sem leit mjög vel út verð ég að segja.
En aftur að svarta sauðnum, já hann Hjölli labbar inn um hurðina og segir okkur frá því að hann hefði ekki getað kafað vegna brælu (???) og hafi því ákveðið að koma, mjög gott mál að sjá alla strákana í þriðju skírn PP (ef PP væri ekki til staðar þá myndum við aldrei hittast við hátíðleg tilefni).
Nú reglurnar voru að ef þú sast ekki messuna þá máttir þú ekki fá mat, þ.a. nú var illt í efni fyrir Hjörleif sem kom bara í matinn (sagan segir að aldrei hafi staðið til að fara í köfun - en við látum lesendur meta það). Nú eftir mikil fundahöld var ákveðið að Hjölli myndi mæta í messu um næstu helgi með PP og hans fjölskyldu og gæti því borðað hádegismat. Allir urðu sáttir við það og Hjölli fékk að vera með í þessari hátíð.

Já þetta var hin fínasta skírn og gáfum við PP góða gjöf sem verður nú ekki tilgreind hér þar sem við vitum ekki hvort hann sé búinn að opna gjöfina.

    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar