Jæja, mættur eldsnemma í skólann til að gera enn eina tilraunina í að læra.  Ég hef átt ótrúlega erfitt með að setjast niður að læra, á þessari önn, eins og reyndar var með tvær síðustu annir.  Hugurinn leitar alltaf eitthvað annað, og ég fer að hafa áhuga á ótrúlegustu hlutum á netinu, sem ég hef yfirleitt engann áhuga á.  Núna er aðeins 5 dagar í fyrra prófið og 8 dagar í það seinna, þannig að nú verður maður að taka á því.
 Annars var gærdagurinn mjög rólegur.  Var uppi í skóla frá 12-16 að leika mér á netinu og fór síðan heim og tók myndir af Gubba litla og frú og prentaði myndina út í 32 eintökum.  Síðan kom Sonja um kl. 20 með 18" pizzu, frá Devitos, í fanginu og við borðuðum og tókum því síðan rólega um kvöldið.  Gerðum heiðarlega tilraun til að horfa á mynd, sem ég sótti á HR netið sem heitir Lilja 4 ever.  Við gáfumst fljótlega upp á henni enda var hún á slafnesku og enginn texti.  Enduðum á því að horfa á friends þátt (10.07) og einn Simpsons þátt (15.02) og fórum að sofa snemma, enda þurfti hún að mæta í vinnu í morgun og ég í skólann að halda Internet rannsóknum mínum áfram.
 Jæja, ætli þetta dugi ekki í bili .... ta ta.  
	 |