Ekkert sérstakt að gerast í dag og í kvöld var bara ekkert áhugavert í gangi, en næsta fimmtudagskvöld verður örugglega betra. Þar sem að svo lítið var að gerast í dag og ég verð í mjög takmörkuðu tölvusambandi á morgunn þa slembi ég hér einu framtíðarbloggi fram:
Föstudagurinn 21. nóvember
Annasamur dagur. Í morgunn var tölvunördaráðstefna (SUN að kynna nýjungar) og eftir hádegi var jarðnördaráðstefna (ráðstefna um vöktun á hættulegum náttúrufyrirbærum) og var bara ágætis mæting. Bjórvinafélagið fór svo út að éta um kvöldið og datt svo íða á eftir, en skippaði því í þetta sinn.
Annars ætla ég nú að reyna að koma mér snemma heim og koma bílnum í lag svo ég þurfi nú ekki að taka strætó á laugardagsmorguninn, en þá er stefnt að því að taka 2 kafanir og klára námskeiðið (loksins). Spáin er góð og bara að vona að hún haldist svoleiðis.
|