miðvikudagur, nóvember 19, 2003
|
Skrifa ummæli
Það er komin pressa frá lesendum að við borgum þessa $15 til að losna við bannerinn efst á síðunni. Ég held að þetta sé bara ágætis hugmynd. Spurning hver vill láta straua kredit kortið sitt? Spurning með Pálma eða Ánna ... hvað segið þið um það (og ekki svara núna með þögn)?

Annars fór Hlynur með mér í efnið í Aðgerðagreiningu í gær og ég held að ég skilji nú bróðurpartinn af efninu, en hvort ég geti skellt þessu fram á prófi er annað mál. Þarf líklegast að æfa mig í að reikna dæmi og stefni ég á að gera það eftir prófið á laugardaginn og á sunnudaginn. Talandi um prófið á laugardaginn þá er ég nú ekkert alltof bjartsýnn á það (Stöðuvélar og reiknanleiki). Ég er ekki nærri því nógu mikið inn í efninu og veit ekki alveg hvernig ég á að læra undir prófið. Ætla samt að taka mér frí eftir hádegi í dag og næstu tvo daga til að klóra í bakkann.

Annars er bara frekar mikið hjá mér að gera þessa dagana á öllum vígstöðvum og það er bara ágætt ..... þannig að ég er bara sáttur (fyrir utan helvítis prófið á laugardaginn andskotinn hafi það).
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar