Jæja nú er fimmtudagsklúbburinn enn í voða - einn búinn að hellast úr lestinni og ekki heyrst í öðrum tveimur. Planið var að skella sér á Grand Rokk í kvöld og hlusta á glæpasögu upplestur með djassundirleik. Showið byrjar kl. 22.00 og látið vita hverjir ætla með.
Nenni varla að rífa mig af stað ef við erum bara tveir sem mætum. PP og OG vinsamlegast látið vita hvort þið ætlið eður ei.
Annað mál er að Sub Dub Micromachine hefur verið flutt, þ.e. frá NASA yfir á Grand Rokk og hefjast herlegheitin um 23.00, mér skilst að Brain Police hiti upp auk einnar annarrar hljómsveitar sem ég man ekki nafnið á.
Þrír meðlimir hafa látið vita af sér og hef ég keypt miða fyrir þá (auk fylgdi bíómiði fyrir laugardaginn) og væri gott að heyra hvort aðrir ætli að skella sér, enn eru miðar til skilst mér í Dogma á laugarveginum.
Endilega setjið inn athugasemd um hver ætlar að koma og hver kemur ekki.
Einnig bendi ég á að allir slembarar eru búnir að setja sína linka á síðunua, þykir leitt að ég sé neðstur, hefði komið betur út ef stafrófsröðin myndi vera nýtt.
|