föstudagur, nóvember 21, 2003
|
Skrifa ummæli
Ég tók þátt í þessu djúnksbúnxi og er búinn að vera með þetta ókeypis frá því í mars:

Úr mbl:
Tilraunir með gagnvirkt sjónvarp um ljósleiðara hafa staðið yfir í Reykjavík frá því í mars síðastliðnum. Að verkefninu standa fyrirtæki á fjarskiptamarkaði, meðal annars Industria, Ljósvirki og 24tímar. Íbúar um eitt hundrað heimila á þremur stöðum í borginni hafa tekið þátt í þessu tilraunaverkefni, að því er kemur fram í tilkynningu frá Industria. Verða þessar lausnir verðar sýndar í framkvæmd á alþjóðlegri ráðstefnu sem haldin verður á Nordica hóteli í næstu viku.
Auk gagnvirks sjónvarpsefnis hafa þátttakendur í verkefninu haft aðgang að háhraða netsambandi og stafrænum sjónvarpsútsendingum um ljósleiðara. Erling Freyr Guðmundsson, segir í tilkynningu, að verkefnið hafi í alla staði gengið vel fyrir sig og gefi góð fyrirheit um það sem koma skuli ef ráðist verði í frekari uppbyggingu ljósleiðaranets.

Gagnvirkt sjónvarp gerir notendum kleift að nálgast úrval nýrra kvikmynda og annars efnis gegnum einfalt valmyndakerfi á sjónvarpsskjá. Fjarstýringin er þannig ekki bara notuð til að skipta á milli stöðva, heldur beinlínis til að velja þá efnisliði sem menn vilja horfa á á hverjum tíma. Mynd- og hljóðgæði eru sambærileg við það sem gerist á DVD-mynddiskum. Þegar efnið hefur verið valið bjóðast allir sömu möguleikar og með myndbandstæki eða DVD-spilara: spóla fram og til baka, gera hlé á spilun og jafnvel skipta yfir á annað efni og koma aftur inn í myndina á sama stað síðar.

Að auki bjóðast margir nýir möguleikar, til að mynda að bera saman dagskrá allra stöðva í myndrænu viðmóti og fá áminningar um áhugaverða efnisliði. Industria segir, að fljótlega muni þátttakendum standa til boða að horfa á útsent efni hvaða stöðvar sem er eftir hentugleika, allt að sólarhring eftir að hefðbundinni útsendingu þess er lokið. Þetta sé gert með því geyma efnið á miðlara hjá þjónustuveitu og streyma því síðan til viðtakanda eftir óskum.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar