miðvikudagur, ágúst 31, 2005
|
Skrifa ummæli
Flensuskítur

Hef verið slappur síðustu 2 vikurnar, en lét mig nú samt hafa það að hjólamassast um síðustu helgi, en eftir það hef ég verið frekar slappur og í gærkvöldi var ég farinn að verða frekar mikið slappur. Þetta er svona eins og með þessar flensur, manni finnst maður ekkert vera neitt rosalega veikur, en samt er maður með nefrennsli, illt í eyrunum og hálsinum, þurrar varir, hausverk og almennt slen í líkamanum. Í morgunn var ég bara ekki að meika þetta lengur, enda alveg jafn slappur og ég var þegar ég fór að sofa, svo ég er bara heima í dag og tek því rólega. Er að tefla við JoeGud sem er einhver gaur á netinu og er allt í járnum í þeirri skák, svo er ég byrjaður á 2 öðrum skákum og er planið að mala þá gaura gjörsamlega.

Jæja, best að halda áfram að taka því rólega.
Myndin sýnir hvað ég á rosalega mikið bágt.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar