Ferðalög
Við Sonja erum aðeins farin að hugsa um hvað við ætlum að gera í sumarfríinu á næsta ári. Við förum út í afmæli Halla í Danmörku í nóvember (ef hann sendir okkur einhverntíman boðsmiða) og síðan er tippklúbburinn að plana fótboltaferð núna í haust sem Árni mun kynna á fundinum á morgun. Næsta sumar förum við í giftingu í Róm og ætli við verðum ekki svona viku í Ítalíu og erum við að gæla við að leigja okkur bíl og keyra um sveitirnar.
Okkur langar síðan að fara t.d. í febrúar eða mars á næsta ári til Indlands, Nepal eða/og Tíbets í svona 4 vikur. Ég er byrjaður að skoða vefsíður og slíkt um hvert er skemmtilegast að fara og hvernig ferðalaginu verður háttað - þetta er allt á frumstigi.
Við erum á fullu að flokka myndirnar frá Asíu og vinnum við þetta þannig að við setum myndir í 3 flokka: Vefur, Geyma, Henda. Við reynum að láta ekki of margar myndir fara í vefur folderinn en það verður gaman að sýna þetta þegar við verðum búin að vinna þetta (hvenær sem það verður).
|