föstudagur, ágúst 19, 2005
|
Skrifa ummæli
Ferðalög
Við Sonja erum aðeins farin að hugsa um hvað við ætlum að gera í sumarfríinu á næsta ári. Við förum út í afmæli Halla í Danmörku í nóvember (ef hann sendir okkur einhverntíman boðsmiða) og síðan er tippklúbburinn að plana fótboltaferð núna í haust sem Árni mun kynna á fundinum á morgun. Næsta sumar förum við í giftingu í Róm og ætli við verðum ekki svona viku í Ítalíu og erum við að gæla við að leigja okkur bíl og keyra um sveitirnar.
Okkur langar síðan að fara t.d. í febrúar eða mars á næsta ári til Indlands, Nepal eða/og Tíbets í svona 4 vikur. Ég er byrjaður að skoða vefsíður og slíkt um hvert er skemmtilegast að fara og hvernig ferðalaginu verður háttað - þetta er allt á frumstigi.
Við erum á fullu að flokka myndirnar frá Asíu og vinnum við þetta þannig að við setum myndir í 3 flokka: Vefur, Geyma, Henda. Við reynum að láta ekki of margar myndir fara í vefur folderinn en það verður gaman að sýna þetta þegar við verðum búin að vinna þetta (hvenær sem það verður).
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar