föstudagur, ágúst 26, 2005
|
Skrifa ummæli
Robert Plant
Um daginn fór ég á tónleika með þessum meistara frá Led Zeppeline. Ég sem er mikill Zeppelin maður var gríðarlega hrifinn af þessum tónleikum og var gaman að sjá nýtt stuff með gömlu góðu Zeppelin dóti, þó klikkaði hann á Stairway to Heaven og Immigrant Song en þau lög voru ekki á dagskránni.

Undanfarna daga hef ég verið að renna í gegnum tvo diska með þessum meistara, en það eru diskarnir Dreamland og Mighty Rearranger. Þetta eru 2 nýjustu diskarnir að mig minnir og eru þetta ótrúlega flottir diskar, rödd hans er mjög flott blúsuð rödd, nokkrir whiskysopar í gegnum árin hafa að sjálfsögðu gert hann aðeins rámari en það kemur bara vel út á þessum diskum.

Ég mæli með þessum diskum þar sem þeir leyna klárlega á sér og er fínn blúsfílíngur í þessu.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar