Búrkni sendi mér þetta samtal sem einhver vinur hans átti:
Skrítinn vinahópur
Ég fékk símtal frá einhverjum skrítnasta kunningja hópi sem ég hef komist í tæri við. Svona var símtalið.
Ég: Blessaður
Kunninginn: Sæll, hvað ertu að hugsa af hverju ertu ekki mættur?
Ég: Mættur hvert?
Kunninginn: Nú að mála vagninn.
Ég: Vagninn?
Kunninginn: Já, veistu ekki hvað er á næstu helgi?
Ég: Sól og útilega?
Kunninginn: Ertu með frómas maður, það er GayPride maður!
Ég: Ok, og hvað kemur það málinu við?
Kunninginn: Jú, við verðum með vagn þar niður Laugarveginn og það þarf að skreyta hann.
Ég: Eruð þið félagarnir komnir út úr skápnum?
Kunninginn: Neinei, en þú?
Ég: Nei, reyndar ekki, sem er einmitt ástæðan fyrir því að ég vissi ekki hvað var í gangi um næstu helgi
Kunninginn: Drífðu þig, við ætlum að vera hommar í einn dag og vera með vagn og þú kemur líka.
Ég: *hlátur* Eruð þið með frómas?
Kunninginn: Þú ert að fara að mæta, keyptum rasslausar leðurbuxur á þig.
Ég: Sorry, gefðu konunni þinni þær og sjáðu hvað hún segir...
Ég tek ekki þátt í svona, þó ég hafi ekkert á móti samkynhneigðum.
Hvað ætlar Hjölli annars að gera í tilefni dagsins? Er eitthvað rosa plan?