Menningarnótt
Ég fór með Hjölla og Matthew niður í bæ um miðjan daginn og skoðuðum við ýmsa viðburði, og verður að segjast að fólksfjöldinn var ansi mikill. Við sáum Dr. Spock spila fyrir utan Prikið og var það ansi skemmtileg upplifun, Óttar Proppe og félagar að gera góða hluti. Eins sáum við Pál Óskar (segi frá því hér að neðan) og Todmobile o.flr. í miðbænum og svo að sjálfsögðu flugeldasýninguna. Hjölli tók með sér myndavél og fékk ég lánaða hjá honum þessa mynd hér að neðan. Pall Óskar og MonikaMatthew var eitthvað hálf slappur þegar við vorum búnir að sitja aðeins inni á Iðu og keyrðum við hann því heim og fórum síðan og lögðum heima hjá Hjölla og kíktum á Dr. Spock. Ég fékk mér síðan Nonna bát og síðan fórum við upp í Listasafn Einars Jónssonar til að sjá Pál og Móniku spila. Tónleikarnir áttu að byrja kl. 20, og vorum við aldrei þessu vant mættir nokkuð tímalega, eða um 19:30. Það kom sér vel því tónleikarnir voru í kellaranum í litlu herbergi með um 30-40 sætum og voru þau næstum öll upptekin þegar við komum en við náðum samt tveimur sætum. Þetta litla herbergi er með nokkrum listaverkum á veggjunum og er um 5 metrar til lofts í því. Monika byrjaði síðan að spila og var fyrsta lagið án söngs og ekkert sást til Páls. Hún byrjaði síðan á næsta lagi og Palli labbaði inn í herbergið í inngangi fyrir aftan okkur syngjandi án mígrafóns og var þetta ansi flott innkoma. Þau fluttu síðan um 12 lög sem maður þekkti nánast öll sem gerði þetta enn skemmtilegra (endaði m.a.s. á Ást sem Ragnheiður Gröndal gerði vinsælt fyrir einhverju síðan). Palli talaði á milli lagana og sagði frá þeim og var hann í miklu stuði. Þau hafa aldrei áður haldið svona tónleika án hljóðnema, en það var búið að koma þeim fyrir þarna en þau ákváðu á síðustu stundu að prófa að sleppa þeim og kom það ótrúlega vel út. Hann sagði lika að þau væru búin að bíða í 4 ár að fá að syngja í þessum sal og því var þetta eitthvað sem gerist ekki á hverjum degi. Ég gef þessum tónleikum fullt hús stiga því þetta var nánast fullkomið! 5 stjörnur af 5 mögulegum.
|
Tek undir með Jóa að tónleikarnir með Páli voru hreint frábærir. Einnig verð ég að segja að tónleikarnir með Dr. Spock voru líka frábærir, en bara allt öðruvísi, hendi myndum á smugið fljótlega frá þessum degi.
13:07 Hjörleifur
|
|