mánudagur, ágúst 15, 2005
|
Skrifa ummæli
Bull
Eigum við ekki að fara að taka okkur á í blogginu og rífa það upp á hærri hæðir þar sem sumarið er nánast á enda?
Sigurður hefur boðist til að vera ritstjóri og sjá um stefnumótun og slíkt og hann kannski útskýrir frekar hugmyndir sínar í athugasemd hérna að neðan. Upp hefur komið hugmynd að allir bloggararnir skrifi reglulega pistla (t.d. vikulega) um það sem þeir hafa áhuga á, og þannig væri þetta svona svipað og fjölmiðill með fasta liði og annað er síðan bónus. Ég gæti skrifað um ljósmyndun og líkamsrækt, Pálmi um uppeldismál, Árni um knattspyrnu/tónlist/mótorsport o.s.frv.
    
Uppeldismál? Væri ekki nær að verðlaunaljósmyndarinn sæi um pistla um ljósmyndun. Enda snillingur á ferð skv. myndinni.
15:49   Anonymous Nafnlaus 

Nei, ég var svona meira að tala um áhuga/þekkingasvið ... þú ert vonandi okkur fróðastur um þessi mál og við hinir hefðum gott af því að læra af fróðari mönnum.
Annars var þessu bara hent fram, engin djúp pæling við þessi áhugasvið.
16:29   Blogger Joi 

Já það er kannski sniðugt að opna umræðuna aðeins á blogginu, einnig væri sniðugt að koma með málefni sem hægt er að ræða aðeins um þar sem mér finnst vanta svolítið af góðum umræðum í kringum misgáfuleg málefni. Ekkert er betra en gott rifrildi í gegnum bloggið til að koma blóðinu af stað. Að minnsta kosti ættum við að henda inn pistlum sem tengist öðru en bara því sem maður gerir sjálfur, þó verðum við að halda blogginu áfram sem persónulegur miðill og ekki búa til fréttatengt efni - skoðanir manna verða að liggja fyrir að mínu mati.
16:32   Blogger Árni Hr. 

Palmi er fordæmdur uppalandi :D
16:47   Anonymous Nafnlaus 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar