SY
Hmmm ... skrítið Sonic Nurse er bara alveg ágætis diskur!
Er að pæla í því hvaða linsur ég tek með mér í kvöld á SY tónleikana (fékk leyfi til að taka myndir) og þetta er sú röð sem ég er að pæla í (1. er sú sem ég held að nýtist mér best o.s.frv.):
1. 70-200 f/2.8L IS - Þessi linsa er með mikinn aðdrátt, er björt og með "Image Stabilizer" þannig að ég held að þetta sé sú linsa sem ég mun nota mest.
2. 35 f/1.4L - Ótrúlega björt linsa sem kemur sér sennilega vel í myrkrinu.
3. 17-40 f/4.0L - Held að það gæti verið gaman að taka með gleiðlinsu af öllu sviðinu en spurning hvort hún sé nægilega björt, veit það ekki alveg.
4. 50 f/1.8 - Þessi er björt og nær lengra heldur en 35mm linsan og er auk þess lítil og nett.
5. 24-70 f/2.8 - Þessi myndi nýtast mjög vel en ég held ég dekki hennar svið ágætlega með hinum linsunum.
Ég myndi helst vilja taka allar linsurnar með en ætli ég taki ekki bara fyrstu 3-4 með, held þær dugi nú alveg.
Hvernig líst mönnum á að draga inn í Bloggið hjá okkur ýmsa pistlahöfunda sem skila af sér pistlum öðru hvoru? Ég ætla t.d. að tilnefna Burkna sem pistlahöfund en hann hefur skrifað einn pistil áður og var það plötudómur um Eminem plötu þar sem hann gagnryndi hvert einasta lag á plötunni. Burkni er drengur góður og hefur vit á frjálsum íþróttum og öðru sprikli.
|
Jamm, það verður þröngt DOF á lágu f-i en þetta er bara 35mm þannig að það ætti að reddast ef maður er ekki of nálagt. Skiptir heldur ekki máli ef maður tekur myndir af einum tónlistarmanni í einu. Ég verð að viðurkenna að ég er frekar feiminn við að vera að flassa mikið framaní hetjurnar, nenni ekki að láta Thurston Moore lemja mig. Var að gæla við að taka án flass því að lýsingin á tónleikum skilar sér betur á myndirnar þannig. Sonja ætlar að renna við og taka draslið þegar fyrstu tvö lögin eru búin (má bara taka myndir yfir þeim) þannig að það er spurning að taka frekar meira en minna með sér (Pálmi verður sérlegur aðstoðarmaður minn og hann vær jafnvel að grípa í svo hann geti sent myndir inn á DPChallenge keppnina sem er einmitt Live Music). Held ég taki 4 linsur og flass með.
12:39 Joi
Jamm, skemmtileg tilviljun því ég prófaði það sama fyrir um klukkutíma síðan :-)
12:46 Joi
|
|