Þróttur - FH
Farið var á sögulegan leik í gær, en Þróttur tók á móti FH á Laugardalsvellinum og unnu FH-ingar sigur sem vart gat talist sanngjarn, en hann endaði 5-1, en sanngjörn úrslit hefðu verið miklu stærri sigur.
En það sem var sögulegast við þennan leik var að FH vann sinn 17 leik í röð í deildinni (vann síðustu 3 leikina sína í fyrra) og bætti þar með sigurgönguíslandsmet í efstu deild karla í knattspyrnu, en valur átti víst gamla metið sem voru 16 leikir í röð. Svo var nú annað sögulegt, en FH-ingar fengu 1 mark á sig í leiknum, en síðast var skoraði Fram gegn FH þann 30. júní í 3-1 sigri FH-inga.
Nú hefur FH skorað 44 mörk, en fengið á sig 6 og hafa 11 stiga forskot á næsta lið (Val), en 4 leikir eru eftir, en næsti leikur er einmitt gegn Val næstkomandi Sunnudag og ef Valur vinnur ekki þann leik þá verða FH-ingar íslandsmeistarar, en allar líkur benda til þess að FH klári þetta bara og fari í gegnum mótið taplaust.
|