miðvikudagur, október 29, 2003
|
Skrifa ummæli
Loksins er baðið komið upp heima - nú stefni ég á að kaupa flísar og byrja að flísaleggja. Það lítur allt út fyrir það að 2 mánað útlegð minni frá baðinu sé að ljúka.
Ótrúlegt hvernig svona kostnaður vefur upp á sig - þetta stefnir hraðbyr á 100 þús kr. og jafnvel hærra. Hef þó verið að nýta skyldleika minn vel þessa dagana, fjarskyldur rafmagnsfrændi, náskyldur píparafrændi og bróðir pabba EE er múrari. Höfum sloppið vel með kostnað á iðnaðarmönnum ennþá - en hver veit hvort einhver af þeim rukkar okkar, sérstaklega múrarinn en hann er að vinna mikið fyrir okkur.
Annars er mjög viðburðarlítið persónulega lífið hjá mér þessa dagana, nennti ekki á Kill Bill þar sem strákarnir fóru í Regnbogann í stað Smárans (nennti ekki í Rvk). Reyni að fara seinna í vikunni.

Annars er allt að gerast í vinnunni - segi meira af því þegar línur fara að skýrast betur.

Fór reyndar í Tennis á mánudag - löppin þoldi það mjög illa, var mjög aumur á þriðjudeginum en ætla samt að halda ótrauður áfram í vikunni að þjálfa og sjá hvernig ég verð á mánudaginn kemur, duga eða drepast..

Annars heyrði ég í Bubba í gær, fyrsta sinn í langan tíma. Við mældum okkur mót í kvöld og ætlum að kíkja á Liverpool leikinn og spjalla aðeins.

Nú er líka kominn tími á að við förum að hittast í hádegismat....
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar