Fyrsta köfunin
Þá er fyrsta köfun í sjó hér við Íslandsstrendur orðin að veruleika. Var mættur á slaginu rúmlega 10 á laugardagsmorguninn upp í höfuðstöðvarnar (kafarinn.is) á drangahrauninu. Eftir að hafa tekið saman það sem átti að nota, var haldið í bakaríðið og þar var snæddur smávegis morgunmatur. Næst lá leiðin bara á
Óttarstaði og vorum við (Ég, Héðinn kennari, Maggi (var Héðni til aðstoðar, enda erfiðir nemendur á ferð), og Thelma (vinnur í blóðbankanum og þekkir Öggu)) komin útí rétt um 12 leitið (held ég) svo var þetta bara svona létt og skemmtileg köfun og sáum við þarna nokkra fiska (bara litla, sennilegast einhver ufsaseiði (ca 15 cm langir) og svo sýndist mér ég sjá sprettfisk, en það var amk. eitthvað sem að skaust á ógnarhraða út um allt og boraði sig svo niður í sandinn, fullt af krossfiskum og heilan helling af einbúum (kuðungakröbbum) á sandbotninum á milli stórþarans (minnir að hann heiti það, langir brúnir, holir stönglar með nokkrum blöðum efst
Skyggni var ágætt, enda var veðrið mjög gott og sjórinnn því sem næst alveg sléttur. Við vorum semsagt bara að leika okkur þarna í ca hálf tíma og vorum við ekki látin gera neinar æfingar að þessu sinni, en næsta köfun er næsta laugardag.
Til að byrja með þá ætlaði ég aldrei að komast niður og þurfti því bara að bæta á mig 2 kg af blýi og var því með 15 kg af blýi í heildina og eftir það gekk betur að koma sér niður. Svo gerði ég náttúrulega eitthvað af mistökum, hreyfði t.d. hausinn eitthvað til þannig að það lak inná búninginn í gegnum hálsmálið og varð ég í rauninni frekar blautur af þessu og var búningurinn að nálgast það að vera bara blautbúningur, en þetta gerði ekkert til, enda vel klæddur og fann ekki fyrir neinum kulda. Eitt skiptið var ég svo forvitinn og var að skoða botninn og var eiginlega bara að stefna út í óvissuna þegar Maggi hnippti í mig, en við vorum nú alltaf það nálægt hvort öðru að það var engin hætta á að týnast, en maður er jú bara að læra, svo best að nota tækifærið og hegða sér eins og vitleysingur á meðan maður getur notað einhverjar afsakanir.
Annars þá var þetta ágætis æfing og maður fékk ágætis tilfinningu fyrir því að halda sér á ákveðnu dýpi án þess að vera stöðugt að sökkva eða fljóta upp, en þetta er eitthvað sem maður þarf að ná betri tökum á, en ég átti það til að setja aðeins of mikið loft í gallann og loftið fer allt upp í hettuna.
En semsagt fínn dagur og nú þarf maður bara að reyna að finna einhverja leið til að kaupa sér galla og græur (ætli það verði ekki bara gamla góða yfirdráttartrikkið).