Jæja til að klára þetta þá er það kvöld 3 á Airwaves - laugardagskvöld.
Þetta byrjaði allt klukkan 18.00 á Listasafninu - þar var Bang Gang með tónleika. Barði er mjög sérstök týpa, sennilega margir sem þola hann ekki, en spurningin er nú samt hvort hann sé ekki bara snillingur. Hver dæmi svo sem fyrir sig með það - en tónleikarnir voru mjög góðir og skemmtilegir, hágæða popp flutt af stakri snilld, ný lög og gömul lög í nýjum búningi. Frábært, ****
Næst var haldið á Grillhús Guðmundar í mat - fínn matur, einn bjór og síðan ekki söguna meir. Reyndar var technotæfan - our waitress - frekar döpur í þjónustulund. Við áttum eftir að rekast á hana aftur seinna um kvöldið. Ég gef creola borgaranum mínum ***
Nú var ákveðið að breyta aðeins út af laginu og fara af airwaves og skella sér á underground festivalið. Þar sáum við þrjár hljómsveitir:
Still standing - ungir reiðir rokkarar, svo sem ágætt rokk, góð tilbreyting, gef þeim **.
Næst stigu á stokk Dys með Sigga Pönk og Heiðu úr Unun, þetta var pönkrokk, ræflarokk af hæsta gæðaflokki og ég hef séð ýmislegt um æfina og Dys er þarna uppi með bestu. Siggi Pönk er með skemmtilegri performerum sem ég hef séð, lifir sig inn í þetta eins og þau reyndar öll gerðu. Keyrslan var gífurleg og mjög góðir hljóðfæraleikarar þarna á ferð. Ég gef Dys **** og stefni ég á að kaupa diskinn þeirra við tækifæri.
Í lokin sáum við nokkur lög með Andlát - þar voru góðir hljóðfæraleikarar á ferð, tónlistin var ágætt en mjög vel spiluð. Gef þeim ** 1/2 stjörnu og fá þeir ekki hærra þar sem tónlistin höfðaði ekkert rosalega til mín.
Nú var haldið á Gaukinn, þar fengum við gott sæti og sátum alla tónleikana eða frá 21.00 til 02.00 á sama stað og drukkum bjór, við heyrðum alla tónleikana en sáum kannski ekki eins mikið og hin kvöldin, en það var líka vegna þess að það var rosalega troðið - en við heyrðum vel alla tónleikana og ætla ég að renna yfir stjörnugjöfina.
Ricochets - Norskir rokkarar, smá Pink Floyd fílingur, en bara ekki eins gott, fílaði þetta ekkert rosalega vel, gef þeim **
Botnleðja - rokkuðu vel að vanda, er alltaf ánægður með þá, skemmtilegir strákar og nýja platan er frábær hjá þeim, ekki var verra að strípalingur stökk á svið, verst var að þetta var strákur :( En pippalingurinn hans skoppaði um ásamt varadekkinu. Gef strákunum ***1/2
Einar Örn var næstur á svið með Bibba, þetta var snilldartónleikar - frábær tónlist og Einar er mögnuð týpa, svo sem ekkert nýtt en ótrúleg sviðsframkoma hjá honum en hann var dyggilega studdur af Bibba og syni sínum sem spilaði á trompet. Þetta var svona Suicide, KMFDM rokk fílingur. Var að fíla þetta í botn og ætla að skella mér á næstu tónleika hans. Gef honum ****1/2
Eftir þetta byrjaði Mínus að spila - þetta er án efa eitt besta tónleikaband á landinu í dag - snilldartónleikahaldarar. Þeir eru húðflúraðir frá toppi til táar, spila alltaf berir að ofan og rokka í rassgat. Ég var að vanda mjög ánægður með þá, gef þeim líka ****1/2
Næst byrjuðu Eighties Matchbox eitthvað að spila - það voru fínir rokkhljómleikar, var svo sem ekkert að hlusta rosalega vel á þá, þetta rann svona í gegn. Gef þeim ***
Já nú var klukkan orðin 2 og við farnir að vera þreyttir, þó var haldið á Vidalín á Techno kvöld - ekkert merkilegt þar nema að við sáum Technotæfuna og mjög skemmtilegan barþjón. Staldrað var stutt við - rétt kláruðum einn bjór saman áður en farið var heim.
Þar með lauk okkar Airwaves æfintýri - nokkuð skemmtileg helgi en nokkuð dýr. En þar sem þetta gerist nú bara einu sinni á ári þá er þetta nú í lagi.
Mjög gaman að hitta strákana þessa helgina - þótt greyið Jói hefði þurft að vera heima alla helgina að læra. Hann verður bara að taka því rólega næstu helgi og læra helmingi meira þá.
Jæja þá er airwaves pistlunum lokið og eðlilegt líf hefst - sem sagt vinna...