mánudagur, október 27, 2003
|
Skrifa ummæli
Jæja, þá fer að líða undir lok þessa mánudags. Í gær tók ég mig til og leigði mér vídeótæki (jamm sumir eiga ekki neitt svoleiðis mekkanóapparatstæknitól) og tók mér Matrix Reloaded (svona úr því að fyrri myndin var í sjónvarpinu kvöldið áður). Þetta var ekkert svo slæm mynd, en samt ekkert í líkingu við þá fyrri sem var á sínum tíma bara tækniundur og velti upp heimspekilegum spurningum og bara gaman af því. En þessi myndi var nú bara allt í lagi, en ég gef henni nú samt bara **, ég ætla ekkert að segja neitt frá myndinni því ég veit að Jói á eftir að sjá hana (skrítið að ég skuli vera búinn að sjá eitthvað sem Jói á eftir að sjá, það gerist ekki oft, enn skrítnara væri ef ég væri búinn að sjá eitthvað sem Árni ætti eftir að sjá, en það mun nú sennilegast aldrei gerast). Svo tók ég líka Adam Sandler myndina Mr. Deeds. Hún var nú bara allt í lagi líka, en ég hef nú séð betri myndir með honum. T.d. voru wedding singer og happy gilmore mun betri. En ég bjóst ekkert við of miklu af þessari mynd. En ég gef henni líka **. Þetta er ekki beint svona mynd sem maður getur horft á aftur og aftur.

Annars er vefurinn hans Addams bara nokkuð góður.

Jæja, verð að hætta þessu skrifiríi, því nú þarf ég að fá mér staðgóðan kvöldverð og hringja svo í Tjatsunde.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar