Ég verð nú að segja að ég var hissa á því að Jói færi að bera saman bloggfjölda - mér finnst það nú ekki réttur mælikvarði á þetta.
Mörg af hans bloggum eru mjög stutt blogg - en á móti eru blogg Hjölla og míns yfirleitt aðeins lengri til að vega upp á móti fjöldanum.
Ef menn ætla að bera saman bloggin - þá verða menn að bera saman orðafjölda eða stafafjölda eða eitthvað í þá áttina til að fá einhvern samanburð.
Annars eru menn að bera saman epli og appelsínur - eitthvað sem hefur ekki gefist vel í gegnum tíðina.
Í lokin vil ég nú segja að ég skil ekki að JG hafi lagst á það plan að reyna að réttlæta að hann sé duglegasti bloggarinn - allir sem lesa þessa frábæru dagbók vita það mæta vel að hann er iðulega duglegastur, en óþarfi að fara út í einhvern samanburð á milli bloggara.
|