Var að lesa mig til í gær um Rio Ferdinand saga. Ég verð nú bara að segja að honum var nú bara nær, gleyma svona mikilvægum hlut, getur bara kennt sjálfum sér um.
Mér finnst allt í lagi að honum hafi verið bannað að koma, þ.e. ef þetta eru reglur FA því að sjálfsögðu skal eitt yfir alla ganga. En að segjast hafa gleymt því vegna þess að hann var að flytja - my ass, þá getur hann bara sjálfum sér kennt um.
Þetta er dopingpróf viku fyrir stærsta leik Englendinga í langan tíma - stríðsleikurinn sem alla hlakkar til :)
Þetta sýnir nú að sumir knattspyrnumenn stíga ekki í vitið.
|