Þetta er búinn að vera fínn dagur. Byrjaði á því að sofa yfir mig og Pálmi vakti mig klukkan 10:20 til að spyrja mig um boltann, sem ég mætti að sjálfsögðu í, en ég er í Klakaliðinu. Lét nú ekki mikið fyrir mér fara, þó að ég hafi hlaupið út um allt og skoraði smávegis. En þar sem maður var nú orðinn dauðþreyttur eftir boltann þá var markmiðinu náð. Borðaði svo þessa líka ágætis rauðsprettu í hádegismat. Fór svo að skanna inn nokkrar myndir fyrir Bjórvinafélagið (nokkrir félagar úr félaginu brugðu sér til Englands um helgina að kanna drykkjusiði á erlendri grund).
Morgundagurinn verður tekinn með fyrra fallinu, en þá er næsta köfun.
Jæja, best að drífa sig í kakó og köku og drekka svo doldin bjór á eftir á bjórfundinum og horfa á myndasýningu.
|