föstudagur, október 17, 2003
|
Skrifa ummæli
Ég er nú ekki mikill stjörnugjafari, en ég skelli nú samt nokkrum stjörnum hér inn.

Bent og 7berg *
Hef nú aldrei verið neitt mikið fyrir rapp yfir höfuð, en reyni að gefa þessu séns svona öðru hvoru, en mér sýndist nú að þeir sem að hlusta eitthvað á þetta skemmta sér ágætlega.

Varði **1/2
Ágætis tónlist, en ég var nú ekki neitt sérstaklega hrifinn af söngnum.
En með góðri rödd þá gæti þetta orðið alveg frábært.

Tonik ***
Þægileg tónlist og vel spiluð og sviðsframkoman bara nokkuð lífleg (svona miðað við að maðurinn er bara að ýta á einn og einn takka svona inn á milli)

SK/UM **
Tónlistin ágæt, en þeir virtust ekkert kunna á öll tækin og voru því frekar vandræðalegir á köflum. Það að söngvarinn söng í gegnum síma (ef söng skal kalla) var greinilega of flókið fyrir þá og spurning hvort þetta hefði ekki verið bara einfaldara með hljóðnema og einhverju raddbreytingartæki (svona eins og aðrir nota).

Eyvör Enginn dómur
Heyrði bara eitt lag og því erfitt að dæma tónleika út frá því, en þetta eina lag var nú samt mjög gott.

Leaves **
Mér fannst þetta ekki vera neitt sérstaklega nýtt efni (þó að aðrir hafi haldið öðru fram, en kanski heyri ég bara ekki muninn) og sennilegast hefðu þeir komið betur út ef maður hefði séð þá bara á minni stað. Annars er ég eiginlega bara kominn með nóg af þessari gerð tónlistar (þ.e. svona hljómsveitir sem eru að reyna vera einhver önnur hljómsveit og spila þannig að þeir hljómi eins og þeir séu ekki þeir heldur einhverjir aðrir og því verður þetta frekar ófrumlegt)

Calla ***
Hressilegasta tónlist sem maður á eftir að heyra meira af og greinilegt að þarna voru menn sem kunnu eitthvað og voru ekki að reyna vera einhverjir aðrir.

Ske ***
Þeir klikka nú aldrei. Gömlu góðu lögin þeirra eru bara svo góð að það er hægt að hlusta á þau aftur og aftur. Frumleikinn í tónlistarsköpun þeirra kemur líka alltaf á skemmtilega á óvart og þó að maður sé að hlusta á gamalt lag þá er alltaf eitthvað nýtt í útsetningunni á laginu.


Jæja, læt þetta nægja að sinni
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar