mánudagur, október 06, 2003
|
Skrifa ummæli
Jæja, búinn að vera hálfskrítinn í dag eftir hina árlegu haustferð veðurstofunnar, en í þetta skiptið fórum við í Goðaland (Þórsmörk) og gist í Básum. Eins og venjulega í þessum ferðum þá fengum við frábært veður og notaði ég tækifærið og svaf bara úti fyrri nóttina. Þegar ég fór að sofa þá var stjörnubjartur himinn og blanka logn, en seint um nóttina byrjaði að snjóa og vaknaði ég við það, en þá var ekkert annað að gera en að breiða bara upp fyrir haus og halda áfram að sofa. Um morguninn var svo allt orðið hvítt og hætt að snjóa og vaðrið varð alltaf betra og betra, en við fórum í 6 tíma göngutúr upp á Morinsheiði og fórum bara hægt yfir, enda ekkert stress í gangi. Þegar við komum svo til baka þá var tekið til við að grilla og var almennt létt yfir fólki og allir ánægðir með daginn. Eftir matinn var svo varðeldur og var fólkið úr næsta skála (umhverfisstofnun) með í því svo var bara haldið partí bæði í okkar skála og líka hjá hinum, svo það var skemmt sér langt fram eftir nóttu og var ég svona eins og svo sem oft áður með í síðasta hópnum sem fór að sofa og hjálpaði aðeins til við að taka til svo það væri nú ekki allt í klessu þegar fólkið vaknaði um morguninn.
Á sunnudeginum voru svo flestir með einhvern flensuskít og er ekki laust við að ég sé nú bara með vott af honum ennþá, en við létum það nú ekkert á okkur fá og fóru flestir í einhverja göngutúra um morguninn, en lagt var af stað heim um tvö leitið og eins og venja er þá löbbuðum við inn Stakkholtsgjánna og horfðum á fossinn, en það var óvenju lítið í honum núna. Svo tókum við náttúrulega krókinn framhjá Gígjökli og hef ég nú bara aldrei séð hann jafn lítinn. Á leiðinni heim var svo að sjálfsögðu fengið sér pylsu á Hlíðarenda og vorum við komin heim um klukkan sjö.

Í dag hef ég semsagt verið frekar þreyttur og var mjög erfitt að vakna. En mér tókst nú samt að gera smá skammarstrik, (var bara að prófa smá gagnagrunnsforrit í fyrsta skipti og eftir stutta stund þá komst ég að því að skipunin drop virkar svona eins og delete eða erase eða remove eða hvað það nú heitir allt saman sem að eyðir út, það þarf semsagt að fara í backupið og skella þessu inn aftur, en þar sem að ég er ekki með aðgangsheimild í grunninn þá var einn úr tölvudeildinni loggaður inn svo ég gæti pófað þetta tól og það gekk svona ljómandi vel).
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar