fimmtudagur, október 30, 2003
|
Skrifa ummæli
Skrítin frétt í mogganum í gær (Ístex er reyndar skráð í fyrirtækjaskrá og stendur fyrir íslenskur textíliðnaður )


Vefsvæði um ritvinnsluforritið LaTeX

Búið er að opna vefsvæðið ÍsTeX til kynningar á ritvinnsluforritinu LaTeX, sem er notað til að setja upp vísindalegan texta. "Markmið ÍsTeX vefsins er að safna á einn stað upplýsingum fyrir íslenska TeX notendur, með því að vísa í erlent efni fyrir almenn atriði og fjalla sérstaklega um íslenska uppsetningu og notkun," segir á heimasvæðinu.

Algengustu LaTeX umhverfin eru teTeX fyrir Unix, MiKTeX fyrir Windows og OzTeX fyrir Macintosh. Þá segir að vinsælasti ritillinn fyrir TeX sé Emacs með AUCTeX pakkanum, en margir Windows notendur kjósa heldur WinEdt. "LaTeX kóða má aflúsa með lacheck. Póstskrift og PDF eru skráaform sem TeX notendur handleika gjarnan með Ghostscript og Ghostview, ásamt xpdf," segir um ritvinnsluforritið LaTeX.


Ég verð nú bara að segja fyrir mitt leiti, að þá hef ég aldrei notað Emacs og mun sennilegast aldrei nota Emacs. Enda er "vi" ritillinn mjög góður og hefur hann verið endurbættur heilmikið (gvim= gui vi improved) og er í honum t.d. sérstakir litakóðar fyrir hin ýmsu skráarform, eftir því hvort maður er að skrifa í C, perl, sh, html, LaTeX eða bara hverju sem er. Reyndar er það nú svo að ég hef bara aldrei séð neinn vinna í Emacs, ég hef að vísu heyrt að þetta sé eitthvað voða gott, en hef nú aldrei látið sannfærast (er með þetta á tölvunni, en get nú ekki sagt að ég sé neitt ofsahrifinn af þessu apparati).

Svo efast ég nú um að það sé löglegt að opna heimasíðu með nafni annars fyrirtækis (þó að stafagerðinni sé breytt aðeins).

Annars er þessi frétt nú frekar spaugileg, t.d. þetta ".... LaTeX, sem er notað til að setja upp vísindalegan texta."
Sumir vilja meina að formúlur komi svo svakalega vel út í LaTeX, en ég hef nú ekki séð neinn mun á þeim og formúlum sem búnar eru til í formúluforritum (t.d. því sem fylgir Open Office, en það er ókeypis og hægt að nota bæði í UNIX og Windows), sem hægt er svo að afrita inn í annan texta. En ég hef nú töluverða reynslu í LaTeX og get nú ekki annað sagt að þetta tekur tíma og meiri tíma og enn meiri tíma, þar til maður er svona um það bil að verða brjálaður á þessu, en þá er skjalið tilbúið. Það að skrifa í LaTeX, er svona eins og ef maður væri að skrifa skýrslu í word, en ákveður að skrifa hana alla á html formi í wordpad.

Það er að vísu einn kostur við LaTeX, en hann er sá að það er mjög gott að vinna með stórar skýrslur (>100 bls) þar sem er mikið af myndum, en mín reynsla af slíku í word er frekar slæm, þar sem að word er bara ekki alveg að meika það að vinna með svona stór skjöl. En það tekur helvítis tíma að læra á LaTeX, en word er bara eitthvað sem maður kann eftir 10 mínútna fikt.

Annars er nú netið framtíðin og því ættum við bráðlega að geta hætt að nota þessa hefðbundnu ritla og blogga bara allt sem maður gerir.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar