Þá er enn eitt skákkvöldið búið, notast var við fyrirkomulagið "tvær á tíu", þ.e. tvær skákir tefldar á 10 mínútum. Þetta er mjög skemmtilegt fyrirkomulag þar sem að maður verður að passa sig á að eiga einhvern tíma eftir fyrir seinni skákina.
Ég tapiði einni skák (seinni skák) þar sem ég var nýbúinn að skáka og átti aðeins einn leik eftir í mátið (sem hefði verið doldið flott því ég var búinn að fá kóng andstæðingsins fram á borðið og næsti leikur átti að vera c2c4 mát) en þá féll ég um leið og tapaði skákinni. En það kom ekki að sök þar sem að ég vann allar hinar skákirnar og stóð uppi sem sigurveigari með 7 vinninga af 8 mögulegum, en fyrir síðustu umferð var ég aðeins með 5 vinninga, en mótherjinn með 6 og því þurfti ég að vinna báðar skákirnar til að ná efsta sæti og það tókst, en það var nú ekki auðvelt, þar sem ég átti aðeins eftir um 10 sekúndur þegar ég náði að máta.
|