laugardagur, október 25, 2003
|
Skrifa ummæli
það er kenný

Annars var ég duglegur í dag - fór í klippingu og rakstur klukkan 10.00 - mætti í vinnu um 10:30. Var þar til um klukkan 14:30, stundum held ég að ég gæti unnið 7 daga vikunnar, 11 tíma á dag án vandamála. Ætli ég sé vinnualki eða bara ofurmetnaðargjarn. Ég man eftir því að ég vaknaði einu sinni um 4 um nóttina og var virkilega að spá í að fara í vinnuna, gat ekki sofið og vissi ekki hvað ég átti að gera. Í þetta skiptið þá hélt skynsemin mér aftur og ég reyndi að sofna aftur - sem tókst á endanum en ég var þó mættur um 8 í vinnuna.
Nú sit ég hugsa með mér að ég ætti að fara að sofa fyrr en seinna svo ég geti kíkt upp í vinnu áður en boltinn í beinni byrjar (sem er klukkan 12:30 þar sem um miðnætti í nótt skiptir evrópa yfir í vetrartíma).
Líklega fer ég nú samt ekki að sofa strax - ekki mjög þreyttur. Eftir vinnu fór ég og EE í Ikea að skoða tölvuborð, eða vinnuborð í stofuna. Erum svona að pæla í þessu, veit ekki hvernig það endar. Síðan fór ég niður á Lækjarbrekku þar sem ég keypti gjafakort sem ég ætla að gefa öllum í deildinni minni (ekki gleyma deildarstjóra :). Eftir þetta ákvað ég að skella mér með EE að borða, ákvað ég að fara á Grillhúsið eftir góðar minningar frá airwaves helginni - nú við settumst þar og ég var mjög frumlegur og fékk mér nákvæmlega það sama og áður og það virkaði aftur.
Skemmtilega við þetta allt var að í miðjum borgara stóð par fyrir framan okkur, ég leit upp og viti menn, J og S voru mætt á staðinn - þau settust hjá okkur og úr varð hið skemmtilegasta máltíð þar sem nördaminningar flugu á milli og stelpurnar vita núna hvers konar karlmenni þær hafa í höndunum.
Nú eftir mat skiptum við liði - ég og EE fórum heim þar sem EE var á leið í partýbæ og J+S héldu ferð sinni áfram um götur Reykjarvíkurborgar og guð einn veit hvert þau fóru (fyrir utan þau sjálf).
Já góð nýting á degi - ég sat og horfði á popppunkt enn og aftur og sá þar Mínus slá út Sniglabandið og þegar ein spurningin kom upp þá hugsaði ég með mér að ég virði þessa kappa meira og meira (ps. Þröstur ofursvali bassaleikari var ekki með - kom ekki á óvart). Krummi spurði Sniglabandið hver syngi síðasta lag nýjustu plötu þeirra - já viti menn engin önnur en Katie Jane Garside. Reikna nú með að flestir vita nú ekki hver þetta er - en ég veit hver þetta er og vegna þessa þá mun ég kaupa þessa plötun.

En nokkrir punktar um Katie:
Byrjaði með hljómsveit sem kallaði sig Daisy Chainsaw - rokk/pönk hljómsveit sem var að virka.
Hætti í hljómsveitinn vegna þess að hún var ekki alveg að fíla frægðina.
Söng í hljómsveit sem hét Frostbite - Einar Örn Ben og Hilmar spiluðu með henni á þessari plötu
Er góð vinkona Marilyn Manson
Syngar á Halldór Laxness - nýjasta verk Mínuss.

Ég sjálfur uppgötvaði hana þegar hún gaf út fyrstu skífuna með Daisy Chainsaw - merkilegt að þeir skuli hafað valið þessa stúlku - en röddin er snilld.

Til baka til popppunkts - ég hugsaði með mér að í næstu viku eða næstu helgi þá verð ég að koma mér á tónleika, skemmtilegt nokk að fyrir ári síðan (samkv. slembibulli) þá stundaði ég tónleikana ört - kannski er þetta í haustloftinu - fylgir Jack Frost.

Jæja þá ætla ég að eyða aðeins meiri orku í Fylkið sem er nú í sjónvarpinu - ekkert rosalega spenntur but what the xxxx.

Rétt áður en ég hætti þá man ég eftir mynd sem gerði hér góða hluti á síðustu öld - þegar Robin William var að gera góða hluti. Í þeirri mynd kom fram setning sem ég tel mjög við hæfi þessa dagana í vinnunni hjá Delta/Pharmaco:
Seize the Day.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar