Ekki mikið að gerast hjá mér þessa dagana fyrir utan botlausa vinnu, en hafði þó tíma til að skella mér í tennis á mánudagskvöldið. Ég og Jói mættum galvaskir og áttum bara nokkuð góðan leik.
Þetta byrjaði nokkuð jafnt, en þetta var svona: 1-1, 2-2, 3-3 og svo fór þetta í 6-4 (fyrir Jóa), en þá tók ég mig til og jafnaði í 6-6. Eftir það gerðist eitthvað óútskýranlegt, en Jói komst í 12-6, ég klóraði aðeins í bakkann og náði þessu upp í 12-7, þá tókum við einn leik í viðbót og endaði þetta 13-7 fyrir Jóa. Ég vil nú taka það fram að Tjatsunde var veikur í vikunni á undann og var því ekki með hugann við efnið og svo fékk Jói sér líka skúkkulaði fyrir tímann og svo var ljósið í salnum eitthvað skrítið og skórnir mínir óvenjulega hægir og svo var eitthvað fullt af öðru sem að var að trufla mig.
Annars bíð ég núna bara eftir laugardeginum, en þá er næsta köfun. Ef það er einhver sem á ávísanahefti sem hann er alveg hættur að nota, þá væri ég alveg til í að taka það að mér. Líka ef einhver er með afgangs peninga sem hann notar ekkert.
|