fimmtudagur, október 09, 2003
|
Skrifa ummæli
Ég er núna að hlusta á Bob Dylan og hann er ágætur. Margir telja að hann sé eitt besta tónskáld sem komið hefur fram í poppinu og ætla ég ekki að taka neina afstöðu til þess, en lögin standa fyrir sínu.
Þetta fær mann aðeins til að hugsa um gömlu meistarana, þ.e. Mozart, Beethoven, Bach o.flr. töffara og setja þá í samhengi með þeim sem eru að gera tónlist í dag. Mér finnst þessir gömlu meistarar sitja á of miklum hetjustalli og mönnum finnst þeir margfalt betri en þeir sem hafa verið að gera tónlist undanfarna áratugi. Ef maður tekur þessi svokölluðu klassísku tónskáld, þá hefur líklegast verið c.a. 5-10 ár á milli þess sem stórkostlegt klassískt verk var samið frá svona 1700 til 1900. Í dag eru miklu fleiri að gera tónlist og því mætti segja mér að það séu komin fram nokkur verk og lagahöfundar síðustu 50 ár sem eru betri en Mózart og Beethoven, og verk þeirra, ef maður spáir í hlutum eins og fjölda þeirra sem eru að semja o.s.frv. Auðvitað má segja að í gamla daga hafi þetta verið meiri list og í dag sé þetta meiri iðnaður, en ég held að það hafi ekki jafn mikil áhrif á þetta og halda mætti.
Spurning hvort þessir menn séu ekki ofmetnir?
Ég segi því að Boo Radleys og System of the Down voru og eru miklu betri en Mózart og Beethoven.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar