sunnudagur, október 05, 2003
|
Skrifa ummæli
Jæja nú eru 3 erfiðir dagar búnir, en skemmtilegt var þetta.

Vikan var þannig:
Mánudagur - Miðvikudag var unnið að meðaltali 11 tímar, svo sem allt í lagi með það miðað við að maður var svo frá fimmtudag og föstudag.
Fimmtudagur - haldið var til Brjánslæk, eða Hótel Hekla eins og það heitir núna. Þar var mjög fróðlegur fundur, skemmtilegur, góður matur, djamm um kvöldið osfrv. Skemmti mér mjög vel, meira að segja var farið í pottinn um 1:00 um nóttina og var tekinn klukkutími í það og einn bjór.
Föstudagur - ágætt að vakna, bjóst við að þetta yrði erfiðar, en svo var ekki, strax var farið að vinna og unnið fram eftir degi. Nú margt fróðlegt var gert á þessum tíma og greinilega spennandi tímar framundan.
Haldið var heim um 17.00 og kom ég heim upp úr 18:30, fór í sturtu og hélt að heiman í partý hjá JBM klukkan 19:30 þ.a. ekki var mikill tími. Nú þá var ég búinn að jafna mig, enda búinn að skola niður 2 drykkjum hér heima og var allur að hressast, fékk mér smá að borða hjá JBM og kaffi og koníak og þegar haldið var á NASA þar sem starfsmannapartý var haldið um 21.00. Þar hitti ég svo marga að ég komst ekki yfir að tala við fólkið, en spjallaði mikið við Jón Frey sem er ávallt hress og skemmtilegur. En ég held ég hafi nú náð að mingla nokkuð vel á þessum tíma.
All in all fín skemmtun.
Laugardagur - þynnka dauðans, var ekki viss um að ég myndi lifa þennan dag af, og ekki var nú gott að vita af því að ég var á leið í innflutningspartý, nú það var annað hvort að baila úr partýinu eða skella sér bara og reyna að lifa þetta af. Nú EE vildi fara og ég vildi nú ekki vera leiðinlegur og skellti mér af stað líka. Nú nokkrum bjórum og skotum seinna þá viti menn, Árni búinn að ná sér, skreið svo heim um 2:30 og þá búinn með nokkra bjóra (nálgaðist sennilega 10).
Sunndudagur - já ekki alslæmt, get svo sem ekki farið í sturtu heima, frekar dapurt, en er allur að hressast og þessi dagur var nú ekki svo slæmur, eyddi deginum í að horfa á sjónvarp og dunda mér við hitt og þetta.
Gerði svo sem ekki mikið þessa helgina ef maður horfir á þetta frá hlutlausum augum - en þetta var skemmtilegt, ekki hægt að neita því, en svona gerir maður ekki oft.

En nú er enn ein helgin búin - nú bíður manns vinna í viku og einnig bíður maður spenntur eftir næstu helgi þar sem ísland og þýskaland kljást og svo auðvitað tyrkjaslagurinn mikli - eða stríðið.

Annars er greinilegt að menn eru mjög busy þessa dagana, þar sem ég hef þurft að draga mig út úr Tennisinu í bili vegna meiðsla þá er maður hættur að hitta slembibullara - ætli við höfum ekki eitthvað meira að gera þessa daga, amk vitum við að PP hefur það - stolur faðir þriggja stúlkna.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar