fimmtudagur, október 02, 2003
|
Skrifa ummæli
Nú hef ég sýnt Jóa andlegan stuðning (hef að vísu verið að nota Mozilla í nokkra mánuði, en Mozilla Firebird er eitthvað nýtt og betra Mozilla) og sett upp Mozilla Firebird hjá mér og er þetta blogg m.a. bloggað með litlum glugga sem hægt er að sækja sér og setja inn í vafrarann, helvíti sniðugt það. En java plugin er ekki alveg að virka hjá mér, en það virkaði í hinum vöfrurunum, en nú kemur bara þessi villa hérna þegar ég keyri upp Mozilla Firebird (þetta fer nú eiginlega að hljóma eins og hin versta auglýsing) [/usr/bin/plugins/java2/plugin/i386/ns600/libjavaplugin_oji.so: undefined symbol: __vt_17nsGetServiceByCID]
sem þýðir það bara að ég þarf líklega að sækja mér Mozilla Firebird aftur (því ég er búinn að prófa að sækja nýjasta java pakkann) og þýða á vélinni minni, en ég nenni því nú eiginlega ekki og ef það koma upp einhverjar java síður þá nota ég bara gamla Mozillað mitt á þær síður. En svo er ég búinn að uppgötva GIMP og má sjá glögg merki þess á heimasíðunni minni, svo notaði ég líka tækifærið og uppfærði köfunarsíðuna mína.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar