laugardagur, október 25, 2003
|
Skrifa ummæli
Man eftir einni sögu sem ég ætla að deila með ykkur í þriðju persónu:

Árni var 20 ára strákur sem vann sem verkstjóri hjá Hafnarfjarðarbæ. Þar var hann að vinna með 24 manneskjur á aldrinum 17-24 ára og var að skemmta sér mjög vel í því starfi.
Þar sem Árni er mjög samviskusamurí starfi og mætir á réttum tíma, skilar inn 12 tima vinnudegi osfrv. þá lenti hann í smá atviki eina nóttina.

Foreldrar hans voru út úr bænum, engir GSM símar til á þeim tíma. Nú hann vaknar upp um miðja nótt, ca. 03.00 - það er rafmagnslaust, hann fer á fætur þar sem hann átti að vakna klukkan 06.30 og átti að vera mættur um 07.00. Nú hann hleypur upp til litla bróðir og spyr um batterí, spyr um batterísklukku osfrv. Leitar um alla íbúð að batteríum og klukku but no luck.

Enn og aftur að samviskusemi hans - hann ákveður því að fara út í bíl, keyra upp á stöð klukkan 03.00 og kaupa batterí, gerir það, fer heim með batteríin, setur í klukkuna og stillir hana og fer að sofa um 04.00.

Að sjálfsögðu mætti hann 07.00 að venju og ekki sögunni meir. Þetta segir nefnilega ýmislegt um þennan unga dreng sem er í dag ungur maður.

Það getu vel verið að menn vilji meina að Árni sé ekki samviskusamur að öllu leiti, en í vinnu held ég að hann sé með þeim samviskusamari, svipað og vinir hans eru nú allir.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar