Fínasta helgi að baki. Á föstudaginn var ég í mat uppi á Kjalarnesi og síðan fórum við Sonja í Salsa, þar sem ég var að gera góða hluti. Við horfðum síðan á tvo Coupling þætti fyrir svefninn, og eru það fínustu þættir. Laugardagurinn var síðan letidagur, þar sem ekki var mikið gert. Um kvöldið fórum við Sonja reyndar á Austur Indíafélagið, og var þar fínasti matur og við fengum ekki matareitrun. Eftir það kíktum við aðeins á vinafólk hennar, sem var á árshátíð í bænum og vorum síðan komin frekar snemma heim. Sunnudagurinn var síðan letidagur.
Annars þarf ég að fara að taka mig á í náminu, er að dragast heldur mikið afturúr ... og verð ég því að fara að hysja upp um mig.
Annars er ég að gæla við það að selja stóru myndavélina mína og kaupa mér annaðhvort Sony DSC-828 eða Canon EOS 300d. Ég held að þetta sé ekki raunhæft nema ég fái c.a. 60þ fyrir mína ... en kannski er þetta bara vitleysa því vélin mín er alveg nógu góð fyrir mig og rúmlega það. Annars er ekki búið að gefa út 828 vélina, held hún komi í byrjun desember eða jafnvel nokkrum vikum síðar. Þetta eru þeir gallar sem ég sé í fljótu bragði fyrir hvoru vél:
Sony 828:- Ekki hægt að skipta um linsur.
- Sensorinn er það lítill að það gæti verið mikið "noise", t.d. á hærri ISO stillingum
- Ekki jafn mikil "alvöru" myndavél og Canon vélin.
- Nær ekki jafn góðu DOF (Depth of Field) eins og Canon vélin. Þ.e. að láta bakgrunn vera úr fókus og viðfangsefnið í fókus næst ekki jafn vel fram og á Canon vélinni.
Canon 300d:- Frekar stór og klunnaleg.
- Dýr með jafn góðri linsu og Sony vélin.
- Maður sér ekki myndirnar fyrr en maður er búinn að taka þær og er heldur ekki með "live histogram".
- Ekki hægt að taka hreyfimyndir (kannski er það bara í góðu lagi).
- Ekki jafn mikil upplausn og í Sony vélinni (6mp vs. 8mp).
- Þarf alltaf að horfa í gegnum view-finderinn þegar maður tekur myndir en Sony vélinn er með hreyfanlegan body, þannig að auðvelt er að taka myndir af jörðinni og upp fyrir haus. Einnig er gott með Sony vélinni að taka myndir af fólki þegar það veit ekki af því (t.d. þegar ég ætla að taka mannlífsmyndir í austur-evrópu næsta sumar).
- Aðeins USB 1.1 (Sony 717 vélin mín er með USB 2)
|