föstudagur, október 17, 2003
|
Skrifa ummæli

Fösutdagspistill

Jæja enn ein vikan búinn, þessi var í sjálfum sér ekki hefðbundin, því ég fór til Þýskalands á leikinn Ísland - Þýskaland. Eins og flestir vita þá er vændi mikið í Hamborg og efaðist ég um persónutöfra mína eitt kvöldið þegar ég labbið fram hjá hóp af um 20 hórum og ekki ein hóra gaf sig á tal við mig. Svona hlutir eru særandi, og tekur tíma að ná sér eftir svona höfnun.
Hamborgarferðin var hins vegar almennt mjög góð fyrir utan þetta leiðinlega atvik, mikil stemming hjá íslenska aðdáendaklúbbnum og stóð ég mig vel sem tólfti maðurinn í liðinu. Haldinn var töflufundur með Guðna Bergs fyrir leikinn og Guðni áritaði íslensku landsliðstreyjuna mína.
Allir slembibullsbræður voru fjarverandi á þessum leik, a.m.k. sá ég þá ekki en margt frægra manna var á vellinum má þar nefna borgarstjóra, Ellert B. Schram, Guðmund Árna, Sigmund Erni, Hjálmar Hjálmarsson, Atla Eðvaldsson og meira að segja litla skítuga smásál á miðjum aldri sem tengist fyrirtæki sem undirritaður hefur tengst líka.
Á sunnudeginum eftir leikinn átti ég langt og gott spjall á bar með Atla Eðvaldssyni þar sem hann stiklaði á stór í knattspyrnu og þjálfaraferli sínum auk þess að fara í gegnum þau þrjú atrið sem skipta máli við stjórnun knattspyrnuliðs, en þessi atriði eru:
  • Tækni
  • Styrkur
  • Taktík
Atli sagði að við hefðum sjaldnast tæknina en oft hefðum við styrkinn og þá væri þetta bara spurning um taktík og ég hafði á tilfinningunni að það væri ofsa auðvelt að hafa betri taktík en hitt liðið og því ættum við eiginlega að vinna flest lið í heiminum í dag. Ég var alveg farinn að trúa Atla, en samt læddist að mér grunur að ekki værir allt með felldu varðandi þessa skýringu þar sem við töpuðum eiginlega öllum leikjum þegar hann var þjálfari. En ég bægði þessari hugsun strax frá mér og sé núna að Atli á að sjálfsögðu að taka strax við landsliðinu. Held samt að hann sé kannski of stór fyrir þetta litla landslið.
Ég var svo með magapínu á sunnudeginum, mánudeginum, þriðjudeginum og miðvikudeginum en er orðin góður núna.

Að lokum ætla ég að koma hér með nýja hefð í föstudagspistlinum en hér eftir mun ég skella fram hressilegum fyrriparti í lok hvers pistils og vona ég að menn spreyti sig á honum.

Pálmfróður er bloggari
Og Jóhann listaspíra
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar