föstudagur, október 31, 2003
|
Skrifa ummæli
Þvottavélin

Í gærkvöldi sá ég auglýsingu á netinu (smáauglýsingar á visi.is) og í einni auglýsingu þar var verið að auglýsa þvottavél til sölu, en ekkert verð gefið upp. Ég hringdi því í þetta númer og þá reyndist þetta vera þvottavélaverkstæði og átti til fullt af þvottavélum allt frá 8000 kr og upp í 20000 kr. Þar sem að þvottavélin mín bilaði fyrir 3 vikum og ég hef verið að dunda mér við að þvo í höndunum síðan þá, en var orðin frekar þreyttur á því, þá ákvað ég bara að skella mér á eina vél á 8000 kall. En svo þegar ég sagði manninum að ég ætti aðra vél, sem væri biluð, þá vildi hann ólmur taka hana upp í verðið á hinni vélinni, svo við sömdum um 5000 kall og hann kæmi með nýju vélina daginn eftir og tæki svo mína vél.

Nú í morgunn hringdi ég svo í manninn, en þá spurði hann mig hvort ég gæti nokkuð komið á verkstæðið hans niður í Höfðatúni, það væri rauð súkka fyrir framan, jújú sagði ég og brunaði af stað og kom við í hraðbanka á leiðinni. Það tók mig smá tíma að finna þetta því þetta var ekkert merkt, en það var jú rauð súkka fyrir framan. Ég gekk inn á verkstæðið og þar var allt fullt af þvottavélum og 3 kallar að rembast eitthvað við að koma einhverri þvottavél saman (ég vonaði bara að þetta væri ekki mín vél).
Eftir að hafa staðið þarna í smá stund þá hvíldu þeir sig aðeins og ég greip tækifærið til að heilsa þeim, en þeir höfðu ekkert tekið eftir mér ennþá. Einn af köllunum gekk til mín og spurði mig svo kvaða vél ég vildi fá og hvernig vélin mín væri og hvort hún væri nokkuð eins og þessi og benti á eina vélina. Ég sagði "jú einmitt svona vél, alveg nákvæmlega eins". Hann varð voða ánægður með það því hann var að gera við hana og vantaði varahluti. Ég gat svo valið um 3 vélar hjá honum sem allar kostuðu 12000 kall, en voru líka mun stærri en þessar á 8000. Við sömdum svo um að ég fengi eina svona 12000 kr. vél á 7000 og hann tæki mína vél uppí (það var meiraðsegja hann sem kom með þessa uppástungu).

Nú átti bara eftir að koma þvottavélinni til mín. Fyrst hringdi hann í einn mann og sagði svo við mig: "Við ætlum að sækja einn mann". Ég var ekki alveg viss hvort ég ætti að bíða eða hvað hann ætti eiginlega við, en jú, hann átti einmit við nákvæmlega það sem hann sagði. Við fórum því á mínum bíl, því bíllinn hans (rauða súkkan) stóð fyrir utan með opið húddið og hann kom honum ekki í gang.
Þetta var nú sem betur fer bara stutt (á Hverfisgötuna). Þegar við vorum komnir til baka á verkstæðið (með manninn) byrjaði kallinn að gera við bílinn sinn. Fyrst skipti hann um rafgeimi, en það virkaði ekki og þá sagði maðurinn sem við sóttum að við skildum bara reyna að ýta bílnum í gang. Við ýttum honum smá spöl, en ekki fór bíllinn í gang. Næsta ráð var að draga hann í gang og sá ég um þann hluta og það tókst og rauða súkkan var komin í gang. Næst var bara sett kerra aftaná og þvottavélinni svo skutlað heim. Þeir settu þvottavélina á sinn stað og tengdu hana og tóku gamla skrímslið mitt og ég borgaði 7000 kall.

Nú er ég því orðinn stoltur eigandi nýrrar gamallar þvottavélar og er þegar búinn að setja í eina vél.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar