föstudagur, október 17, 2003
|
Skrifa ummæli
Í gær var farið á fyrsta kvöld Airwaves - var planið nokkurn veginn svona:

Byrjuðum á að sjá Bent og 7Berg á Gauknum, það er svo sem ekki frásögum færandi nema að við vögguðum í takt við rappið hans Bent og urðum hvumsa á laginu hans um áfengi - þar sem ýtt var undir áfengisdrykkju - eitthvað sem við félagar stuðlum ekki að. Þessir tónleikar fengu 2 stjörnur af 5 og var ein bara vegna þess að þetta rapp unga fólksins.
Tek nú samt fram að við smullum eins og flís í rass þarna inni - 30 kallar sem voru klæddir flíspeysum, sportjökkum og reyndar voru nú 2 sem voru í leðri frá toppi til táar (svona næstum því)

Næst lá leið á 11 - þar var Varði (you would know him from such films as Varði goes Europe) með risagigg, spilaði tónlist í anda 1970 og gerði það nokkuð vel með dyggri hjálp bassa og trommuleikara - hins vegar var ég nú ekkert voða impressed af vælinu í honum - eða söngnum - en hann stóð sig vel þar, þar var einum bjór torgað og stjörnugjöf var 3 af 5 stjörnum.

Nú beint af 11 yfir á Grandarann - þar var Tonik með helv.. fína tónleika í gangi (einn maður með hljómborð og auka gítarleikari). Ég var mjög hrifinn af þessu og hefði viljað sjá alla tónleikana, við rétt náðum í rassinn á honum - en það sem ég sá var 4 af 5 stjörnum.
Eftir þetta stigu á stokk SK/UM eða Skurken og Prins Valium, þeir spiluðu flotta tónlist í anda Sukia eins og Jóhann orðaði það, þetta var nokkuð vel gert en þeir litu nú samt út eins og 2 pirraðir tölvunördar - en falleg tónlist sem sómar sér vel undir áhrifum eiturlyfja I guess. Nú ég var ekki viss um hvort þetta væri 2 eða 3 stjörnu tónleikar, en ég enda með þrem stjörnum þar sem strákarnir voru almennt nokkuð hrifnir. Einum bjór slátrað á Grandaranum.

Nú var haldið á NASA þar sem við ætluðum aðeins að kíkja á Eyvör, sáum síðasta lagið, fallega sungið - en erfitt að dæma þ.a. ég ákvað að gefa ekki stjörnugjöf hér.
Því næst ákváðum við að vera á staðnum áfram og horfa á fyrstu lög Leaves - drukkinn var einn bjór yfir þeim þar sem þeir spiluðu sama lagið aftur og aftur og aftur - amk var það þannig í mínum eyrum. Nú við ætluðum að rölta út, en sáum langa biðröð og þar sem við ætluðum aftur inn var ákveðið að vera þarna í baka til og hlusta á restina af Leaves og drekka enn einn bjór - þetta var gert, Oddgeir var nokkuð sáttur við tónleikana, aðrir töldu þá vera spila sama lagið aftur og aftur og aftur, Hjölli sagðist þekkja öll lögin, en ég held bara að hann hafi haldið það.
Nú við biðum í ofvæni eftir Calla og á meðan veltum við því fyrir okkur hvaða unga fagra snót var klædd í fallegum rauðum kjól og var á pinnahælum með gömlum manni. Nú eftir að hafa pælt aðeins í þessu þá föttuðum við að þetta var hún Þórunn eitthvað sem gaf út plötu um jólin með pabba sínum, sem var gamli maðurinn á svæðinu. Okkur leið nú betur eftir það og sáum að þarna var bara gott father-daughter relationship. Nú ég gef Leaves 2 stjörnur, en það er nú bara vegna þess að þeir spila fína tónlist, þótt monotónisk sé.
Nú þá byrjaði Calla, við ákváðum að horfa á þá þar sem Michael Gira sem var í Swans hafði signað þá á Young Gods record labelið sitt. Nú þetta voru fínustu tónleikar - rokkuðu ágætlega en ekkert nýtt svo sem. Hef ekki mikið um þá að segja, nema að fimmti og síðasti bjórinn var drukkinn og tónleikarnir rúlluðu í gegn án uppákoma - 3 stjörnur. Reyndar náðum við ekki að klára að horfa á síðustu lögin þar sem ákveðið var að kíkja á Ske á Þjóðó, nú þegar við komum þangað voru þeir ekki byrjaðir, ÁHH ákvað að fara heim þar sem EE var í Rvk og hann gat fengið far - Oddið fór með og var spjallað við stelpurnar 2 í bílnum þar sem ÁHH fór á kostum að vanda, amk í minningunni.

Nú þetta var fyrsti pistill af Airwaves - við megum búast við því að fá einn til tvo í viðbót á næstu dögum..

Rock on...:)
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar