Ætla að prófa annað form á þessu "tímastöðublöggi" og taka frekar "atburðastöðublögg" frá því í gær:
07:50 Fór á fætur og dreif mig í skólann.
08:10 Áttaði mig á því að ég átti ekki að mæta fyrr en kl. 10 í skólann og fór því í vinnuna.
08:20 Mættur í vinnu og fór að þamba kaffi eins og brjálaður maður (og vinna líka).
10:00 Búinn að drekka 4-5 kaffibolla og dreif mig í skólann.
10:10 Mættur í skólann og var þar í tvo tíma og leið undarlega (og ekkert mjög vel) af öllu þessu kaffi. Held að ég hafi brotið ansi mörg skrúfblý af því ég þrýsti svo fast á pennann.
11:45 Mættur í vinnu og borðaði (fisk) og fór síðan að vinna.
13:00 Fundur úti í bæ.
14:00 Mættur aftur til vinnu.
17:45 Fór heim og kom við í 10/11 og keypti pastabakka og kók.
18:00 Kominn heim og borðaði og fór aðeins á netið.
18:10 Setti í þvottavél.
18:20 Mættur upp í skóla til að gera skilaverkefni.
20:20 Kláraði skilaverkefnið (mér til mikillar undrunnar) og gerði símaat í kjalarnessundlaugina.
20:55 Mættur til Hjölla til að ná í hann í tennisið.
21:05 Skiluðum video-inu hans og spólunum í Videohöllina.
21:20 Mættir í Sportvang.
21:34 Byrjuðum að spila og var þetta ágætis tími (Oddur átti reyndar fantalélegan dag og það gekk ekkert upp hjá honum og hann var líka áberandi áhugalaus).
23:00 Keyrði Hjölla heim og fór síðan sjálfur heim.
23:20 Byrjaði að vaska upp (allt skítugt).
00:40 Kláraði að vaska og fór að þurrka af borðum.
01:10 Tók úr þvottavélinni.
01:30 Braut saman þvott.
01:45 Tók aðeins til.
02:00 Fór að sofa.
04:00 Dreymdi að ég væri í sveitinni.
06:12 Dreymdi að ég væri ennþá í sveitinni.