miðvikudagur, október 15, 2003
|
Skrifa ummæli
Jóhann says:
finnst þér ég vera sjálfskipuð listaspíra?
Siggi says:
ég elska athugasemdir sem vekja viðbrögð
Jóhann says:
hmmm .... þú semsagt vílar ekki fyrir þér að fara með ósannindi og dylgjur ef það vekur viðbrögð?
Siggi says:
þetta er nú ekki ósannindi og dylgjur þetta eru hugleiðingar
Siggi says:
sem settar eru fram á hnitmiðaðan og ögrandi hátt
Siggi says:
og gerðar til þessa að vekja hlutaðeigendur til umhugsunar um lífið og tilveruna og ekki síst stöðu þeirra í lífinu
Jóhann says:
hugleiðingar geta verið dylgjur og ósannindi
Siggi says:
það er eðli listamanna að ögra
Jóhann says:
ertu núna að segja að þú sért listamaður frekar en rætinn og óformskammaður sjálfskipaður gagnrýnandi?
Siggi says:
þetta var lítið skólabókardæmi um list
Siggi says:
ég setti fram fullyrðingu
Siggi says:
hún hefði getað staðið ein sér
Siggi says:
og hún hefði getað verið skilin í samhengi með textanum að ofan
Siggi says:
þú kaust að skilja hana í samhengi við textan að ofan
Siggi says:
aðrir ekki
Siggi says:
þetta er skólabókardæmi um tví og jafnvel margeðli listarinnar
Jóhann says:
ég er hættur að skilja hvað þú ert að tala um ... held að þú sért að fela þig bakvið orðagjálfur því þú skammast þín fyrir hversu rætinn og ómálefnalegur þú ert!
Siggi says:
Jóhann minn, mér er ekki skapað að leggjast á þetta lága plan orðagjálfurs og ritdeilna, ég stend fyrir ofan deilur og önnur ómenningarleg fyrirbæri, mitt hlutverk í lífinu er fyrst og fremst að skapa
Jóhann says:
Tja, mér þykir þú farinn að líta stórt á þig
Siggi says:
hvernig kanntu við mig sem listaspíru
Jóhann says:
tja, mér finnst það eins og ungabarn uppáklætt í smóking sem passar á fullvaxinn mann!
Siggi says:
var upptekinn New York í símanum
Siggi says:
það eru bara heimsmenn og listaspírur sem geta skelt svona línu fram eins og hér að ofan
Jóhann says:
ég var að tala við Tókíó rétt í þessu
Jóhann says:
er ég núna heimsmaður og listaspíra?
Siggi says:
nei þú verður að segja satt sko
Jóhann says:
nú?
Siggi says:
já eða a.m.k. að setja það þannig upp að þú getir logið þig út úr því
Jóhann says:
ok
Siggi says:
Trúverðuleiki er mjög mikilvægur ef menn ætla að ná langt sem listaspírur
Jóhann says:
Já, ég er sammála því og þess vegna hrynur þetta um sjálft sig hjá þér Siggi minn - ég þekki þig alltof vel!
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar