föstudagur, október 24, 2003
|
Skrifa ummæli
Sigurður Óli aðalgagnrýnandi skrifar í pistli í dag eftirfarandi:

Ég fagna þeirri ábyrgðarkennd sem Moyes sýnir í þessu máli, nei því miður er ég ekki enn sem komið er farinn að skrifa í mbl, en ég var að vona að sem gagnrýnandi bloggsins biðist mér fljótlega staða annað hvort sem balðamaður eða gagnrýnandi.
Varðandi bloggarann Jóhann
Þá fagna ég gríðarlega þeim áhuga sem jóhann sýnir mér sem gagnrýnanda og er ég hrærður út af því, jafnvel svo hrærður að ég gelymi mér jafnvel sem uppalanda og fer að hrósa manninum í hásterkt, en maður er nú samt fljótur niður á jörðina aftur.

Jóhann hvurn andskotann á þessi leti og metnaðarleysi undanfarna daga á blogginu að þýða. Ég stend ekki endalaust í því að gefa þér bara sjö fyrir stöðugleikann, að vísu ætla að ég að gefa þér dáldið háa einkunn núna, eða 5,7 af því að ég hef verið umtalsefni í síðustu tveimur bloggum, en efnislega eru þessi blogg þín almennt andleg háslétta, eyðmörk og auðn sem hvorki hafa litið sólríkan dag né ástríðufulla nótt. Taktu þig nú taki dreng andskoti og segðu okkur eitthvað sem kemur beint frá hjartanu en ekki enhverjar andskotans kóperingar úr morgunbalðinu og einhverjar auglýsinar af effemmhnakka síðunni promo.is

því segi fyrir hönd fólksins hér á síðunni: Faður burt femm emm hnakki komdu aftur jóhann, þó svo að þú hafir verið mjög langt frá því að vera hafinn yfir gagnrýni þá ert þú langt um betri en þessi andskotans eff emm hnakki sem virðist hafa náð yfirhöndinni i persónuleika þínum

einkunn fyirr síðustu tvö blogg: 5,7


Hérna er hann að hnýta í mig fyrir að vera latur í blögginu. Við skulum bara taka saman síðustu viku, og hvað hver maður hefur bloggað oft:

12 blögg hjá Jóhanni (þetta er nr. 13)
5 blögg hjá Smjörlhleifi
5 blögg hjá Ánna
3 blögg hjá Pálmfróði


Ég held að þetta sýni svart á hvítu að ég blögg næstum jafn mikið og hinir þrír slembibræðurnir til samans og því finnst mér þetta ekki málefnaleg Árás hjá Sigurði.
Á öðrum stað í pistli sínum er hann byrjaður að kalla mig FM hnakka en dyggir lesendur síðunnar vita að fyrir nokkrum mánuðum síðan tók ég upp á því að kalla Sigurð FM hnakka, og er þetta máttlaus og andlaus aðferð hans til að skjóta á mig. Maður hefði nú ætlast til að hann hefði verið aðeins frumlegri í skotum sínum
Annars getur vel verið að það sé eitthvað andlaust hjá mér blöggið undanfarið, en ég get lítið við því gert, því ég skrifa frá hjartanu og þetta er bara það sem kemur þaðan.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar