föstudagur, október 31, 2003
|
Skrifa ummæli
Jæja, komið að enn einum föstudagspistli Sigga, og vonandi er þessi skemmtilegri en sá síðasti en hann var, eins og lesendur vita, arfaslakur. Check it:

----------------------------------------------------------

Mannfólkið er mjög spennandi viðfangsefni og skemmtilegt getur verið að skoða það frá hinum ýmsu sjónarhornum. Í þessum pistli mínum ætla ég að bera saman tvö tilraundýr. Tilraunadýrin heita Pálmi og Jói og eru lesendum slembibullsins að góðu kunnir. Þeir virðast við fyrstu sín á margan hátt ólíkur en samt eiga þeir ýmislegt sameiginlegt og það sem maður hélt að annar hefði og hinn ekki er kannski þveröfugt.

Rennum nú örstutt í gegnum lífshlaup þeirra félaga
Báðir eru þeir fæddir árið 1972 og er því 31 árs báðir tveir. Þeir luku báðir grunnskólaprófi og voru nokkuð jafnfætis í þroska, hófu svo báðir menntaskólanám í Flensborgarskóla þar sem þeir kynntust þegar þeir fóru með sameiginlegum kunningja á Indiana Jones.
Þeir luku báðir námi og Jóhann reyndi fyrir sér sem verkamaður en Pálminn fór í Háskóla þar sem hann lauk námi fimm árum síðar auk þess sem hann bætti við sig meistaranámi í verkfræði eftir það. Jóhann fór hins vegar í Háskólann í Reykjavík og er enn að ljúka BS prófi þar.

Það má segja upp úr tvítugu skiljist leiðir að mörgu leiti Pálminn kynnist konu og stofnar fjölskyldu en Jóhann heldur á vit ævintýranna í hafnarborgunum Bremen og Reykjavík þar sem konur voru meira en viljugar að sænga hjá honum.

Þeir vinna hin ýmsu störf í þjóðfélaginu þar til leiðir þeirra liggja aftur saman sem hugbúnaðarfyrirtækisins AGR og það má segja að þar kynnist ég þeim sem félögum, Pálma var ég reyndar búinn að þekkja í nokkur ár fram að því

Ég ákvað að leggja nokkrar samanburðar spurningar fyrir þá félagana og sú fyrsta átti að skera úr um það hvort stutt væri í nördið hjá þeim og hversu gaman þeim þætti að leysa ýmsar gátur og þrautir. Ég bjóst við að Jóhann mundi afhjúpa nördið í sér með því að sverja sig frá léttum og skemmtilegum þrautum og gera lítið úr spurningunni en mér til undrunar þá svaraði hann henni.

Spurningin var eftirfarandi
hversu marga skurðpunkta hafa föllin Y = 10 + X og Y = X^2

Báðir svöruðu að lokum rétt og sögðu 2 skurðpunktar sem er að sjálfsögðu hárrétt. Þetta var gildra sem ég lagði fyrir Jóhann sem hann stóðst með ágætum, því satt best að segja bjóst ég við að honum þætti töff að svara ekki svona spurningu.

Næst ætlaði ég að kann þekkingu þeirra á íslenskri sögu og spurði Jóhann um 2. forseta lýðveldisins og Pálma þann þriðja og báðir svöruðu rétt, enn kom Jóhann á óvart því satt besta að segja bjóst ég ekki við svona skarpri þekkingu á sögu hjá honum. Pálmi stóð undir væntingum í þessu.

Ég ákvað að leggja fyrir þá spurningu um dægurlagasveitina Mínus til að kanna hversu vel þeir væru að sér um það heitasta í harðkjarnarokki, ég bjóst við að Jóhann vissi þetta en Pálmi ekki, mér til undrunar hafði Jóhann ekki hugmynd um þetta og Pálmi sagði að bassaleikari sveitarinnar héti Johnny.

Svo spurði ég bræðurna um þrjá þekkta klámmyndaleikar og hvort þeim þætti gaman að horfa á svoleiðis myndir. Báðir aðilar gátu nefnt þrjá leika en Jóhann sagðist ekki horfa á svona myndir en Pálmi sagðist ekki vera svo falskur að neita því. Þessi spurning var gerð til að athuga hversu einlægir menn væru í svörum og stóðst Pálmi prófið með A+ í einkunn

Það má segja að samanburðurinn hafi leitt það í ljós að Pálminn er svona nokkurn veginn eins og maður bjóst við að svörin væru en Jóhann kom talsvert á óvart með svörum sínum og er matt mitt að hann setji á sig ákveðna skel gagnvart öðru fólki en sé hins vegar einlægur inn við beinið. Mér finnst líka að þessi rannsókn bendi til þess að þeir séu líkari en menn halda í fyrstu.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar