þriðjudagur, október 14, 2003
|
Skrifa ummæli
Eins og öll mánudagskvöld þá var tennis í gærkvöldi. Mættir voru aðeins 2/5 meðlima, sem telst nú ekki neitt sérstaklega góður árangur, en 2 eiga við íþróttameiðsl að stríða (einmitt, íþróttameiðsl í tennis, hver trúir því) og 1 meðlimur er önnum kafinn í pabbastörfum. En þannig var það nú að ég og Jói mættum galvaskir og tókum nokkra spretti (jújú, við erum orðnir svo góðir að það er hægt að spretta svolítið). Viðureignirnar voru mjög jafnar og skiptumst við á að leiða, en ef ég man rétt (hver trúir því nú) þá var jafnt á vinningum upp í 3-3 (þ.e. Jói vann 3 leiki og ég 3), en þá tók Jói 2 leiki í röð og komst í 5-3. Ég jafnaði 5-5 og komst svo í 7-5 en þá jafnaði Jói í 7-7, en ég tók næstu 2 leiki á eftir og komst í 9-7 og þá var bara pláss fyrir einn leik til viðbótar, sem Jói vann og endaði þetta 9-8 fyrir mér.

Leikirnir einkenndust af óvenjulegu löngum lotum hjá okkur og nokkuð ljóst að okkur hefur farið fram frá því í byrjun tímabilsins og voru sumar "náurnar" alveg með ólíkindum og jafnvel Tsjatsunde hefði verði ánægður, ef hann hefði séð til okkar.

Annars er það að frétta að nú loksins fer að koma að því að maður fer að klára þetta köfunarnámskeið, en ég er núna loksins alveg laus við þessa flensu sem ég fékk um daginn (þýðir ekkert að vera með kvef og kafa, það bara gengur einfaldlega ekki upp) svo nú þarf bara að finna sér tíma í þetta.

Jæja best að fara að gera eitthvað gagn hérna.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar