Jæja, fínt kvöld framundan: Battle of Britain, þ.e. Glasgow Rangers vs. Manchester United sem ætti að verða hin besta skemmtun. Kosningaspá er 1-1. Síðan eru tónleikar með hinni stórgóðu hljómsveit Sebadoh á Grandaranum (besta búlla í bænum).
Annars er ég alvarlega að spá í að uppfæra myndavélina mína þegar 828 kemur út og selja þá Sony 717 vélina mína (sem er samt alveg frábær myndavél en ég er bara mikil tækjakarl). Hjölli mun sennilega kaupa hana í byrjun næsta árs, nema að einhver bjóði betur ... hefur einhver áhuga?
|