föstudagur, október 17, 2003
|
Skrifa ummæli
Gærkvöldið:

Ætla að gefa hverjum og einum stutta umsögn, en Ánni er búinn að covera hvert við fórum og ætla ég því ekki að fara út í það:

Bent og 7berg eða bert eða eitthvað **
Frekar slappir og við uppgötvuðum að rapp er lífsstíll en ekki tónlist.

Varði ***
Fannst hann ágætur og söngurinn fannst mér bara ekkert svo slæmur. Síðasta lagið (eftir Neil Young) var samt alltof mikil langloka að mínu mati. Menn sem taka hlutina alvarlega og leggja metnað í þetta.

Tonik ***
Mjög flott þetta stutta sem við heyrðum.

SK/UM ****
Tveir pirraðir tölvunördar að rífast og spila mjög góða tónlist. Var alveg að fíla þetta mjög vel ... frekar rólegt en það sem þeir voru að reyna að gera virkaði.

Eyvör ****
Sáum reyndar bara eitt lag en það var mjög, mjög flott og frábær undirleikur og melódískt. Kannski ekki við hæfi að gefa stjörnugjöf en þar sem ég er svo mikil listaspíra þá ætla ég samt að gefa 4 drullukökur.

Leaves **
Alveg sammála Ánna, frekar mónótónísk og ég er ekki alveg að fíla þetta væl.

Calla ***
Alveg ágætir og fín tónlist. Maður ætti að hlusta meira á þetta.

Ske ***
Eitt nýtt lag og síðan gömlu lummurnar. Tóku reyndar fyrsta lagið mjög rokkað sem var flott en ég hef séð þá betri. Fórum líka áður en þeir kláruðu sem segir kannski meira en mörg orð.

Hvernig væri ef Hjölli (og jafnvel Oddur) myndu taka saman sína stjörnugjöf og við myndum síðan henda þeim öllum í töflu og pósta því hérna?
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar