mánudagur, október 20, 2003
|
Skrifa ummæli
Jæja, ég ætla að stikkla á stóru yfir böndin sem við sáum um helgina. Í heildina var þetta bara fínt dæmi og föstudagskvöldið var það besta enda var afmæli á undan (Ánni, diskurinn var líka frá Sonju .... lesa á kortið áður en þú rífur utanaf pakkanum), lokatíminn (í bili) í Salsa og síðan Slingalingurinn og The Kills.

Föstudagurinn:

Singapore Sling ****
Rokka alltaf vel og við erum orðnir góðkunningjar þeirra. Sveitt eyðumerkurviskírokk.

The Kills *****
Þvílíkt frábærir tónleikar. Þetta er alveg frábær hljómsveit og ótrúlegur kraftur sem er á sviðinu þegar þeir eru að spila. Ekki skemmir að maður þekkti flest lögin ... hápunktur helgarinnar!

Úlpa **
Alveg ágætir

Dáðadrengir ***
Ágætt hjá þeim ... stuð en maður þekkti nú samt ekki nema 1-2 lög.

Laugardagur

Bang Gang ****
Mjög góð hljómsveit og mikill metnaður hér á ferð.

Still standing *
Ekkert merkilegt hér enda er þetta tónlistartegund sem mér finnst ekki góð.

Dys ****
Ótrúlegur kraftur og frábær sviðsframkoma. Rokkpönk sem var að svínvirka

Andlát *
Sama drasslið og Still standing.

Richochets *
Stórkostlega flöt og fúl tónlist.

Botnleðja ***
Fínt rokk hjá þeim og góð lög inn á milli.

Einar Örn ****
Suicide blanda sem var að gera fína hluti.

Mínus **
Jájá, þeir rokka svosem ágætlega en þeir eru ekki að virka fyrir mig.

Eigties Matchbox ***
Alveg ágætis band og gott rokk inn á milli.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar