sunnudagur, október 19, 2003
|
Skrifa ummæli
Jæja þá er það pistill 2 - föstudagskvöldið.

Ákveðið var að hafa smá gettogether heima hjá mér áður en haldið var á NASA. Eins og flestir vita þá náði ég thirtysomething aldrinum og var haldið upp á það með frábærri Sjávarréttarsúpu sem EE bjó til - tilraunastarfsemi sem virkaði einstaklega vel. Þeir sem mættu voru Jói og S, EE og ég, Hjölli og Oddgeir. Ég fékk meira að segja gjöf frá strákunum - led zeppelin DVD, 5 klst efni sem ég á enn eftir að screena. Ég bjó til smá kokkteil og var með hvítvín með matnum og held ég bara að það hafi runnið ljúflega niður. Já ekki má gleyma að Elsa vinkona EE kom líka í matinn, kom með blóm handa mér.
Bróðir minn kom mér á óvart og sendi gjöf sem kom á réttum tíma - þar voru 3 DVD diskar - allt góðir diskar. Einnig fékk ég lag frá honum þar sem fjölskyldan og Hreiðar sungu mér afmælislag - skemmtilegt það.

Nú aftur að airwaves - við fórum á NASA og vorum þar meira og minna allt kvöldið - en til stjörnugjafarinnar:

Kimono - sáum bara nokkur lög en ég var nokkuð impressed með þeirra hljómsveit, ég ætla að gefa þeim ***

Vinyll - þeir rokkuðu helvíti vel - ég ætla að gefa þeim ****

Singapore Sling - hvað getur maður sagt sem maður hefur ekki sagt áður *****

The Kills - án efa hápunktur kvöldsins, snilldartónleikar, *****. Þetta voru hreint út sagt frábærir tónleikar

Næst voru Quarashi á NASA og ákváðu slembibullsbræður að færa sig til - farið var á Vídalín þar sem við sáum nokkur lög með Úlpu, fínir tónleikar að vanda með þeim, þeir hafa spes sound sem er mjög cool. Úlpa fær ***
Upp úr 2 ákváðum við að færa okkur aftur á NASA, þar voru Dáðadrengir að spila og voru þeir hinir stórskemmtilegustu og spiluðu þar smellinn "Allar stelpur úr að ofan" og vakti það mikla hrifningu á staðnum.
Dáðadrengir fá *** 1/2 stjörnu fyrir þetta.

Eftir þessa tónleika var haldið heim á leið - smá pizzasneið áður en farið var heim í háttinn.

Gott kvöld en nokkuð dýrt þar sem NASA er nú nokkuð dýr bar, en þeir mega eiga það að þetta er góður tónleikastaður og vona ég í framtíðinni að fleiri grúppur leggi leið sína þarna.

En í hnotskurn var þetta kvöld Singapore Slings og The Kills, 2 snilldargrúppur þar á ferðinni, mjög sveittar.

Gleymdi að nefna það að Jói fór á loka Salsakvöld (þar til hann tjáði okkur um framhaldsnámskeiðið) og rétt náði í lokin á Singapore Sling þar sem mikil röð var úti, hafði hún myndast á mjög stuttum tíma. En sem betur fer náði hann inn fyrir The Kills og því var kvöldinu bjargað.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar