mánudagur, október 13, 2003
|
Skrifa ummæli
Jæja þá er enn ein helgin búin - var þessi með skemmtilegra móti. Á föstudag var nú bara rólegheit í kotinu heima, ætlaði daginn eftir að kíkja í vinnuna og svo á leikina og svo heim aftur.
En það var nú ekki alveg svo einfalt - þetta endaði í fínustu skemmtun þar sem 2 leikir voru kláraðir, einn popppúnktur í sjónvarpinu, tónleikar með Mínus og BranPolice (kemur blogg um það seinna) og svo í lokin smá tjútt á Pravda og heim í kotið í góðu formi og passlegur að vanda.

Já þetta var hin mesta skemmtun - fór svo í sund daginn eftir og á leika Hauka og Barcelona sem var ágætt fyrir utan 10 marka tap :(

Er nú hress og kátur og tilbúinn í slaginn, mikil vinnuvika framundan að vanda.

Enginn Tennis í kvöld - ÁHH er orðinn gamall og getur ekki hreyft sig án þess að slasa sig, eins got að ég hafi ekki skellt mér í Salsa, væri sennilega handónýtur eftir það.
Einnig finnst ÁHH gaman að tala um sig í þriðju persónu..

Fín helgi búin - önnur framundan með tónleikum hægri vinstri..
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar