Jæja, þá er búið að ræða ýmsa hluti í dag í vinnunni og fram eftir kvöldi (en þar sem að þetta eru allt saman trúnaðarmál þá get ég því miður ekki sagt frá því hér) og fékk ég mér einn lítinn bjór með (maður á nú náttúrulega ekki að segja frá svoleiðs smámunum). En nú er ég innkaupastjóri mánaðarins hjá MOBS og hélt utan um alla skráningu (sem var óvenjuflókin í kvöld) og gekk frá svo allt væri nú í fínum málum.
En nú þarf maður að fara að þurka af landsliðsbúningnum og gera sig klárann fyrir morgundaginn, enda einn mikilvægasti leikur sem Ísland hefur leikið og ef allt fer vel verður þetta stærsti dagur íslenskrar knattspyrnu, en það býst nú enginn víð því, svo við skulum njóta hverrar mínútu þangað til.
En ætli það sé nú ekki best að fara að koma sér heim, enda orðinn frekar svangur, en einn lítill bjór telst nú varla mikill kvöldmatur.
|